Úrval - 01.05.1976, Síða 22
20
URVAL
yfirbuga hann, magnleysi, sem staf-
aði af því, að líkami hans var farinn
að missa meiri hita en hann fram-
leiddi. Skynjun hans og rökrétt
hugsun var óðum að sljóvgast, og
hann átti sífellt erfiðara með að
samræma starf huga og handar.
Hann barðist við að breiða segl-
dúkinn yfir snjógryfjuna og að koma
bakpokunum þeirra ofan á brúnirn-
ar, svo að segldúkurinn fyki ekki
burt. í hvert skipti, sem hann lyfti
dúknum til þess að breiða úr hon-
um, svipti vindurinn upp einhverju
horni hans og reif hann út úr hönd-
um hans. Þegar honum hafði loks
tekist þetta, hneig hann niður af
þreytu x gryfjunni. Hann hjálpaði
þeim Davíð og Sharon að skreiðast
í svefnpoka sína. Sjálfur hafði hann
ekki lengur mátt til þess að skreið-
ast í sinn svefnpoka, heldur hneig
hann niður á hann. Svo sofnuðu
þau öll mjög fljótlega í blautum
fötunum.
Reddick hafði lagst næst opinu,
svo nærri því, að hann gæti teygt
höndina til þess, ef ske kynni að
vindurinn feykti til horni segldúks-
ins fyrir ofan opið. Hann gætti þess
að liggja þannig, að líkami hans
verndaði þau fyrir vindinum. ,,Þið
megið ekki yfirgefa þessa gryfju, fyrr
en vindinn hefur lægt,” sagði hann
við þau, rétt áður en hann sofnaði.
„Þjóðgarðsvetðirnir munu koma til
þess að leita að okkur. Lou Whitt-
aker er einn af bestu björgunarliðs-
mönnum landsins.”
Þau vöknuðu öll nokkru síðar. Þau
fóru að syngja í þeim tilgangi að
stappa í sig stálinu. Þau báðust fyrir
öðru hverju. Þeim fannst þau vera
einmana og hjálparvana, grafin undir
samanþjappaðri snjóbreiðu, næstum
örugglega aiveg hulin, þannig að
björgunarlið kæmi ekki auga á þau.
En þau trúðu á mátt bænarinnar.
,,Hvað svo sem gerist, mun guð
senda hjálp,” sagði Reddick við þau
hvað eftir annað.
Sharon tók eftir því, að faðir
hennar virtist verða sífellt magn-
lausari með hverri stundinni, sem
leið. Hann lá alveg hreyfingarlaus
og sneri bakinu að opinu, sem
gustaði inn um við brúnir segl-
dúksins. Stundum losnaði eitt horn
dúksins, og þá teygði hann hand-
legginn hægt upp og festi dúkinn
aftur. Það má teljast kaldhæðni, að
kuldinn var í rauninni ekki nógu
mikill. Hefði verið kaldara, hefði
snjógryfjan skýlt þeim eins og raun-
verulegt hlaðið snjóhús og snjórinn
í henni hefði verið harður og veitt
líkamshita þeirra tækifæri til þess að
ylja þeim. En það var aðeins 5,5
stiga frost á Celsius, og líkamshiti
þeirra bræddi bara snjóinn umhverf-
is þau. Þau urðu þvfsífellt blautari,
og vanlíðan þeirra jókst stöðugt.
Eftir að þau höfðu beðið þannig
í margar klukkustundir, lyfti Reddick
upp höfðinu og sagði: ,,Ég held, að
ég sé ekki fær um að fara eftir
hjálp. Ég held, að ég komist ekki
niður fjallið. ”