Úrval - 01.05.1976, Side 25

Úrval - 01.05.1976, Side 25
ÞOLRAUNÁ RAINIERFJALLI um, minnast hans vel. Þjóðgarðs- verðirnir nota hann fyrir sígilda viðvörun til náttúruunnenda til að undirstrika þörfina á að bera ætíð tilhlýðilega virðingu fyrir afli og ofsa náttúruaflanna. Þau Sharon og Davíð Reddick eru nú bæði við háskólann í Seattle, en þaðan er hægt að sjá Rainierfjall í 23 rúmlega 100 km fjarlægð, þegar skyggni er gott. Þeim verður oft hugsað til föður síns, „Pabbi fórnaði lífi sínu fyrir okkur,” segir Sharon. „Þegar ég nú sé Rainierfjall glitrandi og glóandi þarna í fjarska, fínnst mér sem það sé sérstakt minnismerki, reist honum til heiðurs.” ★ NÝ TEGUND SILKIORMA. Prófessor Nikolai Sinitskí við landbúnaðarháskólann í sovétlýð- veldinu Ukrainu hefur ræktað nýjan stofn silkiorma, sem lifa á blöðum af eik og fleiri trjátegundum. Talið er að fimm tonnum af eikarlaufum, sem venjulega er brennt, þegar tréð er fellt, megi breyta í eitt tonn af silkiþræði, sem auk þess er í hærra gæðaflokki heldur en sá silkiþráður, sem venjulegir silkiormar, sem lifa á mórberjablöðum framleiða. Þessi nýi silkiormur kom upphaflega frá Kóreu og Norður-Indlandi og hefur það tekið 20 ár að aðlaga hann aðstæðum í miðhéruðum Rússlands. BLINDIR í SOVÉTRÍKJUNUM. I Sovétríkjunum hefur verið gerð skrá yfir 300 mismunandi störf, sem hægt er að bjóða blindu fólki. Geta menn m.a. lært til starfa sem vélgæslumenn, tölvuforritarar eða kennarar. Kom þetta fram í skýrslu, sem formaður blindrasamtakanna í Rússneska sambandslýðveldinu,. Boris Simin, flutti á ráðstefnu í Moskvu ekki alls fyrir löngu. Umhyggja þjóðfélagsins fyrir blindum hefst þegar í bernsku. Til em sérstakir heimavistarskólar fyrir börn með skerta sjón, þar sem nemendurnir fá venjulega tíu ára skólamenntun og sækja einnig námskeið í starfsfræðslu. Þess má einnig geta, að auk þess sem blindir fá sömu laun og aðrir, þá fá þeir sérstaka blindrastyrki, auk ýmis konar fríðinda s.s. ókeypis farmiða með opinbemm samgöngutækjum innan byggðarmarkanna og 50% afslátt á öllum öðmm ferðalögum. Þeir hafa einnig rétt til dvalar á hvíldar- og hressingarheimilum, ýmist alveg ókeypis eða gegn vægri greiðslu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.