Úrval - 01.05.1976, Qupperneq 26
24
ÚRVAL
crÚf~ tjeimi lækna vísiqdanqa
VARIÐ YKKUR Á ESTROGENI.
Þegar konan er á breytingaskeið-
inu, leiðir minnkandi hormónafram-
leiðsla til alls konar óþæginda, svo
sem hitakófa, andvöku, kvíða og
þunglyndis. Til þess að draga úr
þessum óþægindum hefur sívaxandi
fjöldi miðaldra kvenna tekið estro-
genpillur daglega, en sú lyfjameðferð
á sér marga formælendur og marga
andmælendur. Nú hafa vísindamenn
í Kaliforníu leitt rök að því, að þessi
estrogegnneysla stuðli að uggvæn-
legri fjölgun legkrabbatilfella — en
legkrabbi er það kallað, er krabbi
myndast í leghúðinni. Þetta er annað
en leghálskrabbi.
Aukning legkrabba er í réttu
hlutfalli við vaxandi sölu á estrogeni,
segja kalifornísku læknarnir, en
estrogennotkunin hefur fjófaldast
síðan 1962. Á gmndvelli þessarar
skýrslu telja margir læknar, að
áhættan við töku estrogens sé langt-
um meiri en kostirnir við hana. En
fjölmargir kvensjúkdómafræðingar
telja, að sé estrogengjöfinni skyn-
samlega stjórnað, megi stórlega draga
úr krabbahættunni.
Gallinn er sá, segir Robert Kistner
við læknaskólann í Harvard, að sumir
kvensjúkdómalæknar gefa of mikið
af þessu efni. Það er alkunnugt, segir
hann, að estrogen getur ieitt til
ofvaxtarf leghúðinni innanverðri, og
þessi ofvöxtur getur endað í krabba-
vexti. Hann telur, að læknar sem gefi
konum estrogen, eigi að rannsaka þær
nákvæmlega við og við, meðan á
meðferðinni stendur, og verði vart
við ofvöxt kirtlanna, beri að hætta
þar til einkennin hverfa.
AFI, AFKOMANDINN OG
FLASKAN.
Eplið fellur sjaldan langt frá
eikinni, segir máltækið, en svo er að
sjá sem í sumum tilfellum geti eplið
fallið hjá næstu eik. Dr. Lennart
Kaj, prófessor við háskólann í Lundi í
Svíþjóð segir í tímaritinu Archives of
General Psychiatry að sonar- eða
dóttursynir áfengissjúklinga séu
þrisvar sinnum líklegri en aðrir til
þess að eiga við áfengisvandamál að
stríða. Þetta er niðurstaða rannsókn-
ar, sem gerð var í því skyni að kanna
hvort erfðafræðilegur þáttur lægi að
baki drykkjusýki, sem í Svíþjóð er
mun algengari meðal karla en
kvenna. Dr. Kaj fann engan litning,
sem stjórnaði drykkjusýki, en hann
komst að því, að þegar barnasynir
drykkjusjúklinga ná fímmtugsaldri,
em 43 % líkur til, að þeir verði sjálfír
drykkjusjúklingar. Hvers vegna? Því
er ennþá ósvarað, en rannsóknum er
haldið áfram í Svíþjóð, þar sem
ofdrykkja er talin eitt versta þjóð-
félagsmeinið.