Úrval - 01.05.1976, Page 27

Úrval - 01.05.1976, Page 27
25 SLYSIN FÆRAST UPP FÆTURNA. Á venjulegum vetrardegi, þegar 10 þúsund skíðamenn eru í brekkunum, koma 34 aftur heim á skíðahótelin eða til bílanna á börum. Svo segir í tímariti bandaríska læknafélagsins, og þetta er í skýrslu þriggja lækna frá Boston, sem gerðu rannsóknir sínar á skíðasvæðunum í Vermont. Þeir rannsökuðu 792 skíðaslys sem þurftu læknismeðferðar og komust að því, að rúmlega helmingurinn var fólk sem var bærilega vant og þjálfað á skíðum, en innan við þriðjungur hinna slösuðu voru byrjendur. Samanburður á slysatíðninni, 3,4 slys á hverja þúsund skíðamannsdag (einn maður á skíðum í einn dag = einn skíðamannsdagur, 10 skíða- menn á skíðum í einn dag =10 skíðamannsdagar) og slysatíðninni fyrir 15 árum sýnir, að tíðnin hefur í sjálfu sér ekkert breyst. Það sem hefur breyst eru slysastaðir líkamans. Tognaður ökkli er tiltölulega miklu fátíðari nú en þá, líklega vegna betri skófatnaðar. 1960 voru ökklabrot nærri helmingi slysanna, en nú til dags eru þau ekki nema sjötti hluti allra brota. Brot og tognun ofar á fætinum eru hins vegar fjórum sinnum algengari nú en þá. Lækn- arnir áætla, að fimm milljónir banda- ríkjamanna fari að meðaltali 10—15 daga á skíði á hverjum vetri, og megi þá búast við 250 þúsund slysum. Þetta telja þeir nægilega háa tölu til að réttlæta gagngerðar gagnráðstaf- anir og leit að fyrirbyggjandi ráðum. OR NAFLANUM í FÓTINN. Naflastrengurinn flytur ófæddu barni blóð og næringu frá móðurinni gegnum legkökuna. Eftir fæðinguna er klippt á naflastrenginn — og svo er honum hent. Nú hafa tveir skurð- læknar á Montfíore sjúkrahúsinu í New York fundið not fyrir lífstreng- inn góða. Bræðurnir Herbert og Irving Dar- dik hirða æðar úr notuðum nafla- strengjum og nota þær í stað ónýtra æða í skurðaðgerðum á fótum full- orðinna. Þær hafa komið í veg fyrir, að aflima þyrfti þó nokkra sjúklinga. Þótt margskonar efni sé notað í æðabúta, sem þarf að græða í sjúklinga, þar á meðal æðabútur sem tekinn er af öðum stað úr sjúklingum sjálfum, eru allir þeir varahlutir því marki brenndir að ekki er hægt að nota þá undir öllum kringumstæð- um. Þess vegna lofar þessi nýja notkun naflastrengjanna sérlega góðu. MARIJUANA VELDUR NÁTTÚRULEYSI. Nýleg rannsókn á mönnum, sem reyktu marijúana daglega undir eftir- liti lækna leiddi í ljós, að í mörgum tilfellum varð notkun eiturlyfsins til þess, að svo dró úr framleiðslu karlhormónsins testosterone, að það leiddi til vangetu og ófrjósemi — náttúruleysis. Þótt eldri rannsóknir hefðu bent til tengsla milli testosteroneframleiðslu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.