Úrval - 01.05.1976, Síða 27
25
SLYSIN FÆRAST UPP FÆTURNA.
Á venjulegum vetrardegi, þegar 10
þúsund skíðamenn eru í brekkunum,
koma 34 aftur heim á skíðahótelin
eða til bílanna á börum. Svo segir í
tímariti bandaríska læknafélagsins,
og þetta er í skýrslu þriggja lækna frá
Boston, sem gerðu rannsóknir sínar á
skíðasvæðunum í Vermont. Þeir
rannsökuðu 792 skíðaslys sem þurftu
læknismeðferðar og komust að því, að
rúmlega helmingurinn var fólk sem
var bærilega vant og þjálfað á
skíðum, en innan við þriðjungur
hinna slösuðu voru byrjendur.
Samanburður á slysatíðninni, 3,4
slys á hverja þúsund skíðamannsdag
(einn maður á skíðum í einn dag
= einn skíðamannsdagur, 10 skíða-
menn á skíðum í einn dag =10
skíðamannsdagar) og slysatíðninni
fyrir 15 árum sýnir, að tíðnin hefur í
sjálfu sér ekkert breyst. Það sem
hefur breyst eru slysastaðir líkamans.
Tognaður ökkli er tiltölulega miklu
fátíðari nú en þá, líklega vegna betri
skófatnaðar. 1960 voru ökklabrot
nærri helmingi slysanna, en nú til
dags eru þau ekki nema sjötti hluti
allra brota. Brot og tognun ofar á
fætinum eru hins vegar fjórum
sinnum algengari nú en þá. Lækn-
arnir áætla, að fimm milljónir banda-
ríkjamanna fari að meðaltali 10—15
daga á skíði á hverjum vetri, og megi
þá búast við 250 þúsund slysum.
Þetta telja þeir nægilega háa tölu til
að réttlæta gagngerðar gagnráðstaf-
anir og leit að fyrirbyggjandi ráðum.
OR NAFLANUM í FÓTINN.
Naflastrengurinn flytur ófæddu
barni blóð og næringu frá móðurinni
gegnum legkökuna. Eftir fæðinguna
er klippt á naflastrenginn — og svo er
honum hent. Nú hafa tveir skurð-
læknar á Montfíore sjúkrahúsinu í
New York fundið not fyrir lífstreng-
inn góða.
Bræðurnir Herbert og Irving Dar-
dik hirða æðar úr notuðum nafla-
strengjum og nota þær í stað ónýtra
æða í skurðaðgerðum á fótum full-
orðinna. Þær hafa komið í veg fyrir,
að aflima þyrfti þó nokkra sjúklinga.
Þótt margskonar efni sé notað í
æðabúta, sem þarf að græða í
sjúklinga, þar á meðal æðabútur sem
tekinn er af öðum stað úr sjúklingum
sjálfum, eru allir þeir varahlutir því
marki brenndir að ekki er hægt að
nota þá undir öllum kringumstæð-
um. Þess vegna lofar þessi nýja
notkun naflastrengjanna sérlega
góðu.
MARIJUANA VELDUR
NÁTTÚRULEYSI.
Nýleg rannsókn á mönnum, sem
reyktu marijúana daglega undir eftir-
liti lækna leiddi í ljós, að í mörgum
tilfellum varð notkun eiturlyfsins til
þess, að svo dró úr framleiðslu
karlhormónsins testosterone, að það
leiddi til vangetu og ófrjósemi —
náttúruleysis.
Þótt eldri rannsóknir hefðu bent til
tengsla milli testosteroneframleiðslu