Úrval - 01.05.1976, Síða 38
36
ÚRVAL
dæmið. Hagnaður yrði raunverulega
meiri en kr. 7,19 per kg. þar sem
hænsnaskíturinn tæki á sig hluta af
afskriftum og vöxtum sem annars
yrði fært á grasmjölið. Ef allur
hænsnaskíturinn í landinu væri
þurrkaður næmi það um 10.000
tonnum af þurrkuðum skít á ári að
andvirði 300 milljónir kr.
Fóðurgildi í þurrkuðum hænsna-
skít (fyrir fóðurdýr) er talið vera um
84 Ffe 1 100 kg. og 25% meltanlegt
hráprótín. Einnig má svo blanda tólg
og steinefnum í skítinn til að
auðvelda notkun hans sé fóðrað með
honum beint án íblöndunar í fóður-
blöndur.
Til þess að hefja vinnslu á hænsna-
skít þyrfti að gera tiltölulega litlar
breytingar á verksmiðjunum. Aðal-
tilkostnaðurinn yrði varðandi að-
drætti á skít að verksmiðjunum, en
þó gæti hann verið tiltölulega lítill í
Gunnarsholti þar sem landgræðslan á
dráttarbíl og vagn, sem þyrfti ekki
annað en að smíða 20 tonna tank
með dælu á, sem yrði hægt að setja á
yagninn og taka af þegar nota yrði
vagninn í þágu landgræðslunnar.
Á þessu má sjá að þær hugmyndir
sem upp hafa komið um að gras-
kögglar geti tekið að mestu við af
fóðurinnflutningi okkar em hugarór-
ar einir þar sem ekki yrði hægt að
nýta stóran hluta þeirra verksmiðja
sem yrði að byggja nema í 3 mánuði á
ári.
Annar möguleiki er til við nýtingu
á húsdýraáburði, en það er vinna
metangass úr skítnum. Gasfram-
leiðslan fer þannig fram að skíturinn
er látinn í sérstakar þar til gerðar þrær
og látinn vera þar í um það bil 1
mánuð við 35°C hita en á þeim tíma
fer full gerjun fram. Við slíka
gasframleiðslu má nota hænsnaskít
svínaskít og kúamykju, og sennilega
sauðatað. Gasið sem framleiðist við
gerjun í skítnum er blanda- af
koldyoxíði (30%) og metangasi
(70%) og er ekki mjög eitrað né
sprengihætta af því. Gasið brennur
með bláum reyklausum loga.
Ein kýr skítur á innistöðu um 11
tonnum en úr því má vinna um 500
m3 af metangasi. 1 m3 af metangasi
gefur af sér 10 kwst. sem þýðir að
hver kýr gefur af sér 5000 kwst. á ári
að verðmæti miðað við heimilistaxta
kr. 60.000.
Að gasvinnslu lokinni má nota
leifarnar til áburðar, en áburðargildið
rýrnar lítið við grasvinnsluna.
Ef ekki væri hverahiti eða einhvers-
konar afgangsorka til staðar þar sem
vinnslan fer fram, má halda skítnum
heitum með hluta af því gasi sem til
verður, þarsem um 30% þeirrar orku
sem framleidd er, þarf til að knýja
vélar við framleiðsluna og halda hita
á gerjunarþró. Tilkostnaðurinn við
slíka gasvinnslu yrði að mestu fólg-
inn í stofnkostnaði þar sem lítinn
mannafla þarf við reksturinn, og er
því útlit fyrir að gasvinnsla af þessu
tagi yrði mjög arðbær.
Á þessu má sjá að bæði þurrkun á
skít og gasvinnsla úr honum eru mjög