Úrval - 01.05.1976, Side 39

Úrval - 01.05.1976, Side 39
37 arðbær og yrði gjaldeyrissparnaður verulegur þar sem allt hráefni er innlent, en fer nú að miklu leyti forgörðum. Þessar vangaveltur mínar eru ekki neinir hugarórar úr mór, heldur eru þær byggðar á staðfestri reynslu nágrannaþjóða okkar. SAMHJÁLP ÖKUMANNA. Ég bjó úti í sveit í rúm tuttugu ár og þegar ég fluttist til borgarinnar hafði ég tamið mér ýmsa ávana, sem ég varð að venja mig af þar. Dag nokkurn, þegar ég hafði verið að versla, komst ég að því, að á meðan ég hafði verið í búðinni, hafði einhver komið og tekið bílinn minn. Ég rifjaði upp fyrir mér að ég hafði gert þá reginskyssu að skilja lykilinn eftir i kveikjulásnum. Fullviss um, að bílnum hefði verið stolið, fór ég að svipast um eftir síma, til að geta gert lögreglunni viðvart. En meðan ég var að því, kom ég auga á bílinn minn hinum megin við bílastæðið, sem ég hafði lagt honum á. Mér létti stórum og velti ástæðunni fyrir mér, á meðan ég hraðaði mér að honum. í mælaborðinu fann ég smámiða, sem á stóð: ,,Ég var að ganga framhjá bílnum þínum, þegar stöðumælatíminn rann út. Ég hafði enga smámynt, en tók eftir að lykillinn var í honum. Þessvegna keyrði ég hann að stöðumæli, sem var enn ekki fallinn. Lykillinn er undir ökusætinu.” K.Á. BIBLÍA FRÁ 16. ÖLD Á FORNSÖLU í ASTRAKAN. Það er ekki algengt, að bók frá hendi fyrsta rússneska prentarans, Ivan Fjodorov (d. 1583), skjóti upp kollinum. Fyrir skömmu komst þó fornbókaverslun í Astrakan yfir eitt eintaka af þessari sjaldgæfu útgáfu. Var þar um að ræða eintak af hinni svonefndu Ostrog-biblíu í gylltu skinnbandi. Ivan Fjodorov stofnsetti fyrstu rússnesku prentsmiðjuna í Moskvu ,árið 1563, er hann var djákn við kirkju í Kreml. Fyrst prentaði hann Pokulanna gjörningar og guðspjöllin, og síðan tvær bænabækur. Hann var ákærður fyrir trúvillu og flýði ásamt aðstoðarmanni sínum, Mstislavet, til Litháen og síðan til Lvov, þar sem hann prentaði fyrsta rússneska stafrófskverið. Kaþólska prestastéttin var honum þó fjandsamleg og bauð Konstantin Ostrovskí, fursti, honum að setjast að í Ostrog. Þar var komið upp handa honum fyrsta flokks prentsmiðju á þeirra tíðar mælikvarða, þar sem hin fræga Ostrogbiblía var prentuð árið 1581. Varð þetta meistarverk bókagerðarlistarinnar síðasta verk Fjodorovs.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.