Úrval - 01.05.1976, Qupperneq 39
37
arðbær og yrði gjaldeyrissparnaður
verulegur þar sem allt hráefni er
innlent, en fer nú að miklu leyti
forgörðum.
Þessar vangaveltur mínar eru ekki
neinir hugarórar úr mór, heldur eru
þær byggðar á staðfestri reynslu
nágrannaþjóða okkar.
SAMHJÁLP ÖKUMANNA.
Ég bjó úti í sveit í rúm tuttugu ár og þegar ég fluttist til borgarinnar
hafði ég tamið mér ýmsa ávana, sem ég varð að venja mig af þar.
Dag nokkurn, þegar ég hafði verið að versla, komst ég að því, að á
meðan ég hafði verið í búðinni, hafði einhver komið og tekið bílinn
minn. Ég rifjaði upp fyrir mér að ég hafði gert þá reginskyssu að skilja
lykilinn eftir i kveikjulásnum. Fullviss um, að bílnum hefði verið stolið,
fór ég að svipast um eftir síma, til að geta gert lögreglunni viðvart. En
meðan ég var að því, kom ég auga á bílinn minn hinum megin við
bílastæðið, sem ég hafði lagt honum á. Mér létti stórum og velti
ástæðunni fyrir mér, á meðan ég hraðaði mér að honum. í mælaborðinu
fann ég smámiða, sem á stóð: ,,Ég var að ganga framhjá bílnum þínum,
þegar stöðumælatíminn rann út. Ég hafði enga smámynt, en tók eftir að
lykillinn var í honum. Þessvegna keyrði ég hann að stöðumæli, sem var
enn ekki fallinn. Lykillinn er undir ökusætinu.” K.Á.
BIBLÍA FRÁ 16. ÖLD Á FORNSÖLU í ASTRAKAN.
Það er ekki algengt, að bók frá hendi fyrsta rússneska prentarans,
Ivan Fjodorov (d. 1583), skjóti upp kollinum. Fyrir skömmu komst þó
fornbókaverslun í Astrakan yfir eitt eintaka af þessari sjaldgæfu útgáfu.
Var þar um að ræða eintak af hinni svonefndu Ostrog-biblíu í gylltu
skinnbandi.
Ivan Fjodorov stofnsetti fyrstu rússnesku prentsmiðjuna í Moskvu
,árið 1563, er hann var djákn við kirkju í Kreml. Fyrst prentaði hann
Pokulanna gjörningar og guðspjöllin, og síðan tvær bænabækur.
Hann var ákærður fyrir trúvillu og flýði ásamt aðstoðarmanni sínum,
Mstislavet, til Litháen og síðan til Lvov, þar sem hann prentaði fyrsta
rússneska stafrófskverið. Kaþólska prestastéttin var honum þó
fjandsamleg og bauð Konstantin Ostrovskí, fursti, honum að setjast að
í Ostrog. Þar var komið upp handa honum fyrsta flokks prentsmiðju á
þeirra tíðar mælikvarða, þar sem hin fræga Ostrogbiblía var prentuð
árið 1581. Varð þetta meistarverk bókagerðarlistarinnar síðasta verk
Fjodorovs.