Úrval - 01.05.1976, Síða 42

Úrval - 01.05.1976, Síða 42
40 LJRVAL sópaði skrúfubúnaður Fishers sandi ofan af sannkallaðri gullnámu nálægt Florida. Á tveim dögum komu kaf- ararnir upp með 1933 gullpeninga, þar á meðal nokkra mjög sjaldgæfa, sem Fisher seldi fyrir stórfé, að því er hann segir sjálfur. Um þetta leyti fréttist, að safn- vörður í Smithsoniansafninu hefði fræðst um Atocha og endalok þess af gömlu skjali. Allir leitarflokkar í Florída urðu óðir og uppyægir, þegar þeim varð kunnugt um þetta skjal og margir, þar á meðal Fisher, sendu mann til Sevilla til eftirgrennsl- unar. Sendimaðurinn fann fleiri skjöl x Sevilla, sem gáfu til kynna að Atocha hefði sokkið á tilteknum stað, en staðsetningin var fremur óljós. Þegar hér var komið höfðu allir þeir, sem leituðu sokkinna ,,gull- skipa” fengið sér nýtísku leitartæki, og nú hófst æðisgengin leit þar sem menn töldu líklegast samkvæmt upplýsingum hinna fornu skjala. Fisher leitaði í fjögur ár án árang- urs, en hann hafði heitið því að gefast ekki upp fyrr en hann fyndi skipið eða færi á hausinn ella. Þegar kom fram á árið 1970 sneri Fisher sér til Eugene Lyons, sem stundaði nám við Florídaháskóla, en vann um þessar mundir að rannsókn- um á skjölum og öðrum heimildum varðandi spænska Florída í Sevilla- safninu. Þegar Lyon var að kynna sér tilraunir spánverja til að bjarga Atocha allt til ársins 1630, las hann í handritinu að þeir hefðu haft bæki- stöð á ,,Cayo del Marques” og hefðu róið þaðan daglega út að slysstaðn- um. Hann vissi að Marqueseyjarnar voru um 160 kílómetra vestur af því svæði þar sem Fisher og aðrir voru að leita, og þegar hann fór að athuga nánar gömul landakort og iandlýs- ingar, komst hann að raun um að um ranga þýðingu var að ræða hjá sendi- manni fjársjóðsleitarmanna. Hann réði Fisher eindregið til að leita vestur af Marqueseyjum en ekki austur af þeim eins og sendimaðurinn hafði mislesið í handritinu. Fisher, sem var alltaf sami bjart- sýnismaðurinn, var ekki lengi að taka ákvörðun heldur hóf þegar leit á nýja svæðinu. En tréskip eins og Atocha sekkur ekki í heilu lagi til botns. Eftir að það hafði rekist á sker, hafði það hrakist undan vindáttinni, liðast í sundur í stóra og smáa hluta og dreift áhöfn og farmi yfir talsvert svæði. Nú voru liðin 330 ár frá skipstapanum og maðkur mundi vera búinn að éta viðinn upp til agna, aðeins málmar, postulín og gimsteinar væri enn finnanlegt auk kjölfestugrjótsins, sem var oft mikið. Nýja leitartækið gat fundið járnið, en ekki silfrið eða gullið. í leitinni að Atocha varð því að einbeita sét- að því að finna járn úr skipinu, svo sem akkeri eða byssur. Fisher leitaði vítt og breitt um svæðið og varð lengi einskis var, en loks sýndi leitartækið að eitthvað var á botninum. Fisher hafði leitað skips- ins í fimm ár og var orðinn fjörutíu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.