Úrval - 01.05.1976, Side 68

Úrval - 01.05.1976, Side 68
66 ÚRVAL kynni og þar sem naktir steinaldar- menn veiða enn með blásturspípum og dýrka stokka og steina. Ég þekki land þar sem soldánar ráða ríkjum og olían gýs upp undan ströndinni, þar sem varla nokkur maður af tæpum 12 milljónum íbúa líður skort og frjósöm jörðin gefur af sér gnægð af viði, gúmmí og tini, þar sem fólk af ýmsum kynþáttum lifir saman í sátt og samlyndi og málfrels- og lýðræði er ekki aðeins til í orði heldur líka á borði. Slíkar eru furður Malaysíu, lands- ins þar sem ég á heima. Litur þess er grænn, öll tilbrigði græna litarins. Orkoman er mikil og upp úr frjósömum jarðveginum sprettur fjöl- breyttur gróður: Pálmatré, risastórir sveppir og burknar á stærð við regnhlíf. Ein trjátegund ber ávöxt sjö vikum eftir sáningu og túngresi getur sprottið um tvo þumlunga á einni nóttu. Loftslagið er heitt og rakt. Þar sem frumskógurinn hefur verið rudd- ur og landið tekið til ræktunar, er öll ræktun til fyrirmyndar. Ibúar Malaysíu eru hæglátir að eðlisfari en geta þó verið kátir og gáskafullir, og þeir eru með afbrigð- um gestrisnir, og enda þótt að þar búi fjöldi kynþátta, sem hafa margs konar trúarbrögð og tala mörg tungumál, er velmegun í landinu ein hin mesta í allri Asíu og þjóðinni betur stjórnað en flestum öðrum. I sambandsríkinu Malaysíu eru ríkin 11 á Malajaskaganum, auk tveggja annarra, Sabah og Sarawak, sem eru á norðurhluta Borneó um 600 kílómetrum austar, en þar er mikil olíu- og timburframleiðsla. Enda þótt tveir þriðju hlutar skagans séu þaktir 100 milljón ára gömlum regn- skógi með geysiháum trjám er þessi skógurekkert ,,græna víti”. Malaysía hefur fullkomnasta vegakerfi í allri Asíu, yfir 20 þúsund kílómetra af steinlögðum vegum og flestir íbú- anna búa svo nálægt ströndinni, sem er pálmum vaxin, að þangað er ekki nema klukkustundar akstur. í land- inu eru miklar hrísgrjónaekrur og eru tvær uppskerur á ári, en plant- ekrurnar eru miklu víðáttumeiri og ber þó ræktun þeirra og hirðing vott um ótrúlega nostursemi. Að því er menntamál snertir þá er skólaganga öllum frjáls og ókeypis. í Malaysíu býr fjöldi kynþátta en þó einkum fólk af hinum þrem stóru kynþáttum Asíu. Fyrstir komu mal- ajarnir á járnöld og settust að í þorpum á ströndinni, þeir eru nú 56% íbúanna á skaganum. Fyrir um það bil öld komu svo kínverjarnir (34%), aðallega til þess að vinna tin úr jörðu eða gerast burðarkarlar og erfíðismenn, en í upphafí þessarar aldar tóku svo indverjar (10%) að streyma til landsins til þess að vinna á gúmmíekrunum. I landinu er sam- steypustjórn níu stjórnmálaflokka undir forsæti Tun Abdul Razak, sem er af malajiskum höfðingjaættum. Malaysíubúar eru ung þjóð, aðeins tólf ára gömul, og næstum helming- ur hennar er undir 15 ára aldri. En
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.