Úrval - 01.05.1976, Síða 68
66
ÚRVAL
kynni og þar sem naktir steinaldar-
menn veiða enn með blásturspípum
og dýrka stokka og steina.
Ég þekki land þar sem soldánar
ráða ríkjum og olían gýs upp undan
ströndinni, þar sem varla nokkur
maður af tæpum 12 milljónum íbúa
líður skort og frjósöm jörðin gefur af
sér gnægð af viði, gúmmí og tini, þar
sem fólk af ýmsum kynþáttum lifir
saman í sátt og samlyndi og málfrels-
og lýðræði er ekki aðeins til í orði
heldur líka á borði.
Slíkar eru furður Malaysíu, lands-
ins þar sem ég á heima. Litur þess er
grænn, öll tilbrigði græna litarins.
Orkoman er mikil og upp úr
frjósömum jarðveginum sprettur fjöl-
breyttur gróður: Pálmatré, risastórir
sveppir og burknar á stærð við
regnhlíf. Ein trjátegund ber ávöxt sjö
vikum eftir sáningu og túngresi getur
sprottið um tvo þumlunga á einni
nóttu. Loftslagið er heitt og rakt. Þar
sem frumskógurinn hefur verið rudd-
ur og landið tekið til ræktunar, er öll
ræktun til fyrirmyndar.
Ibúar Malaysíu eru hæglátir að
eðlisfari en geta þó verið kátir og
gáskafullir, og þeir eru með afbrigð-
um gestrisnir, og enda þótt að þar
búi fjöldi kynþátta, sem hafa margs
konar trúarbrögð og tala mörg
tungumál, er velmegun í landinu ein
hin mesta í allri Asíu og þjóðinni
betur stjórnað en flestum öðrum.
I sambandsríkinu Malaysíu eru
ríkin 11 á Malajaskaganum, auk
tveggja annarra, Sabah og Sarawak,
sem eru á norðurhluta Borneó um 600
kílómetrum austar, en þar er mikil
olíu- og timburframleiðsla. Enda
þótt tveir þriðju hlutar skagans séu
þaktir 100 milljón ára gömlum regn-
skógi með geysiháum trjám er þessi
skógurekkert ,,græna víti”. Malaysía
hefur fullkomnasta vegakerfi í allri
Asíu, yfir 20 þúsund kílómetra af
steinlögðum vegum og flestir íbú-
anna búa svo nálægt ströndinni, sem
er pálmum vaxin, að þangað er ekki
nema klukkustundar akstur. í land-
inu eru miklar hrísgrjónaekrur og eru
tvær uppskerur á ári, en plant-
ekrurnar eru miklu víðáttumeiri og
ber þó ræktun þeirra og hirðing vott
um ótrúlega nostursemi. Að því er
menntamál snertir þá er skólaganga
öllum frjáls og ókeypis.
í Malaysíu býr fjöldi kynþátta en
þó einkum fólk af hinum þrem stóru
kynþáttum Asíu. Fyrstir komu mal-
ajarnir á járnöld og settust að í
þorpum á ströndinni, þeir eru nú
56% íbúanna á skaganum. Fyrir um
það bil öld komu svo kínverjarnir
(34%), aðallega til þess að vinna tin
úr jörðu eða gerast burðarkarlar og
erfíðismenn, en í upphafí þessarar
aldar tóku svo indverjar (10%) að
streyma til landsins til þess að vinna á
gúmmíekrunum. I landinu er sam-
steypustjórn níu stjórnmálaflokka
undir forsæti Tun Abdul Razak, sem
er af malajiskum höfðingjaættum.
Malaysíubúar eru ung þjóð, aðeins
tólf ára gömul, og næstum helming-
ur hennar er undir 15 ára aldri. En