Úrval - 01.05.1976, Side 70

Úrval - 01.05.1976, Side 70
68 URVAL dúfnaeggjum og alls konar góðgæti öðru. Niður við ströndina er fólkið að leika sér að skopparakringlum og flugdrekum. Kringlurnar eru smíð- aðar úr harðviði og með blýumgjörð, vega allt að 7,5 kílóum og geta snúist í heilt dægur stanslaust. Flugdrekarn- ir em ekki minni ferlíki, allt að fjórir metrar í þvermál og em búnir til úr vaxbornum pappír. Það þarf fjóra menn til þess að koma drekunum á loft og þeir geta komist í um eins kílómeters hæð. Drekarnir em líka látnir heyja einvígi, en strengirnir em þá útbúnir með glerbrotum og keppendurnir reyna að granda dreka hvers annars. Um kvöldið förum við að horfa á wayang kulit, hinn eldforna, hefð- bundna skuggaleik Asíubúa. Bak við léreftstjald sem lýst er upp með olíulampa, hreyfir sögumaðurinn, Ffassan bin Omar, leikbrúðurnar, sem gerðar em úr vísundahúð, breytir leiksviðinu og talar fyrir munn persónanna. Ffassan er bæði töframaður og búktalari og hann getur auðveldlega haldið sýningunni áfram til morguns. Næsta morgun höldum við ferð- inni áfram og stefnum nú til Kuala Lumpur sem er höfuðborg sam- bandsríkisins. Þetta er ung borg, full af framkvæmdahug og líka af furðu- legustu mótsetningum. Máriskar moskur standa við hlið bygginga frá nýlendutíma breta; kínversk skilti og indverskar matstofur umkringja ein- hverjar nýtískulegustu byggingar Asíu og snyrtileg úthverfín mjakast gegn þrúgandi fmmskóginum. í Kuala Lumpur em margir glæsi- legir skýjakljúfar, en stómm áhrifa- meiri sýn er marmaramusterið Masjid Negara, þjóðarmusteri Malaysíu og mesti helgidómur landsins. Þessi mikla bygging, sem er úr hvítum marmara, er tóm að öðm leyti en því, að gólfíð, sem er úr tekkviði, er þakið grænu bænateppi. Á miðju gólfinu krjúpa 16 hvítklæddar konur. Þær snúa ásjónum sínum í áttina til Mekka og lúta höfði uns það nemur við gólfið. Hin hávaðasama hátíð hindúa, Thaipusam, er í algerri mótsetningu við alvömna og hátíðleikann í Masjid Negaramusterinu. Hátíðin er haldin hjá Batuhellunum fornfrægu, sem em í nokkurra kílómetra fjarlægð frá Kuala Lumpur. Indverjar, hvaðan- æva úr Malaysíu, safnast saman fyrir framan hin 272 þrep, sem liggja upp til hellanna. Þetta kvöld voru 350 þús. æstir og fagnandi Indverjar staddir á hátíðarsvæðinu. Fjöldi hátalara varpa þmmandi trumbuslögum hindúanna yfir múginn, en skyndilega birtast menn sem ryðja hinum iðrandi syndurum leið gegnum mannfjöld- ann. Einn syndaranna er í mittisskýlu einni fata. I bert bak hans hefur verið krækt fjörutíu önglum, og handlegg- ir fótleggir og brjóst hafa orðið fyrir svipaðri meðferð, en gegnum kinn- arnar hefur verið stungið silfurnál- um. Á eftir honum kemur fylking
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.