Úrval - 01.05.1976, Síða 70
68
URVAL
dúfnaeggjum og alls konar góðgæti
öðru.
Niður við ströndina er fólkið að
leika sér að skopparakringlum og
flugdrekum. Kringlurnar eru smíð-
aðar úr harðviði og með blýumgjörð,
vega allt að 7,5 kílóum og geta snúist
í heilt dægur stanslaust. Flugdrekarn-
ir em ekki minni ferlíki, allt að fjórir
metrar í þvermál og em búnir til úr
vaxbornum pappír. Það þarf fjóra
menn til þess að koma drekunum á
loft og þeir geta komist í um eins
kílómeters hæð. Drekarnir em líka
látnir heyja einvígi, en strengirnir em
þá útbúnir með glerbrotum og
keppendurnir reyna að granda dreka
hvers annars.
Um kvöldið förum við að horfa á
wayang kulit, hinn eldforna, hefð-
bundna skuggaleik Asíubúa. Bak við
léreftstjald sem lýst er upp með
olíulampa, hreyfir sögumaðurinn,
Ffassan bin Omar, leikbrúðurnar,
sem gerðar em úr vísundahúð,
breytir leiksviðinu og talar fyrir
munn persónanna. Ffassan er bæði
töframaður og búktalari og hann
getur auðveldlega haldið sýningunni
áfram til morguns.
Næsta morgun höldum við ferð-
inni áfram og stefnum nú til Kuala
Lumpur sem er höfuðborg sam-
bandsríkisins. Þetta er ung borg, full
af framkvæmdahug og líka af furðu-
legustu mótsetningum. Máriskar
moskur standa við hlið bygginga frá
nýlendutíma breta; kínversk skilti og
indverskar matstofur umkringja ein-
hverjar nýtískulegustu byggingar
Asíu og snyrtileg úthverfín mjakast
gegn þrúgandi fmmskóginum.
í Kuala Lumpur em margir glæsi-
legir skýjakljúfar, en stómm áhrifa-
meiri sýn er marmaramusterið Masjid
Negara, þjóðarmusteri Malaysíu og
mesti helgidómur landsins. Þessi
mikla bygging, sem er úr hvítum
marmara, er tóm að öðm leyti en því,
að gólfíð, sem er úr tekkviði, er þakið
grænu bænateppi. Á miðju gólfinu
krjúpa 16 hvítklæddar konur. Þær
snúa ásjónum sínum í áttina til
Mekka og lúta höfði uns það nemur
við gólfið.
Hin hávaðasama hátíð hindúa,
Thaipusam, er í algerri mótsetningu
við alvömna og hátíðleikann í Masjid
Negaramusterinu. Hátíðin er haldin
hjá Batuhellunum fornfrægu, sem
em í nokkurra kílómetra fjarlægð frá
Kuala Lumpur. Indverjar, hvaðan-
æva úr Malaysíu, safnast saman fyrir
framan hin 272 þrep, sem liggja upp
til hellanna. Þetta kvöld voru 350 þús.
æstir og fagnandi Indverjar staddir á
hátíðarsvæðinu. Fjöldi hátalara varpa
þmmandi trumbuslögum hindúanna
yfir múginn, en skyndilega birtast
menn sem ryðja hinum iðrandi
syndurum leið gegnum mannfjöld-
ann. Einn syndaranna er í mittisskýlu
einni fata. I bert bak hans hefur verið
krækt fjörutíu önglum, og handlegg-
ir fótleggir og brjóst hafa orðið fyrir
svipaðri meðferð, en gegnum kinn-
arnar hefur verið stungið silfurnál-
um. Á eftir honum kemur fylking