Úrval - 01.05.1976, Qupperneq 79
ÞJÖÐSAGAN DANIEL BOONE
hans og átta börn þeirra, hafði ásamt
fimm öðrum fjölskyldum lagt af stað
frá North Caroline 25. september
1773. Við söðulhorn Rebekku hékk
skjóða úr dádýrsskinni; í henni voru
öll föt fjölskyldunnar.
Fyrst héldu þau inn í Virginiu, þar
sem þau slógust í för með öðmm
hópi undir stjórn Williams Russells,
sem einnig var margreyndur í ferðum
um óbyggðirnar. Þegar lengra kom
vestur, bar fundum þeirra saman við
þriðja hópinn, sem í vom ættingjar
Rebekku. Nú skiptu þau liðinu upp í
þrjár einingar. Boone fór fyrstur með
aðaihópinn. Þá kom búféð, í umsjá
elsta sonar Boones, semJames hét, og
sonar Russells, Henry. Piltarnir vom
jafnaldrar, báðir sautján ára. Með
þeim vom einnig tveir aðrir unglings-
piltar, James og Richard Mendenhall,
meir vinnumenn, Isaac Crabtree og
maður, sem ekki er vitað um nafn a,
en var alltaf kallaður Dreki. Þar vom
einnig tveir þrælar Russells, Adam og
Charles. í síðasta hópnum kom svo
Russell sjálfur.
Leiðin lá þvert á fjallshryggina, um
mikið brattlendi og svo þéttvaxið
ýmiskonar gróðri, að nánast mátti
telja ófært utan slóðarinnar. Þung-
búinn skógurinn þrengdi að slóðinni
frá báðum hliðum. En hóparnir
þokuðust áfram, jafnt og þétt. Að
kvöldi 9. október voru þeir komnir
vestast í Virginiu. Þá bjuggust
hóparnir til næturhvíldar með nokkru
millibili. Piltarnir voru í miðjunni
sem fyrr og bjuggust um við litla
77
árvík, þar sem fénaðurinn gat komist
í vatn. Þar var gerður eldur, búinn til
matur og síðan breiddu mennirnir úr
teppum sínum. Úlfar vældu einhvers
staðar úti í myrkrinu, og Menden-
hallbræðurinir, sem voru ókunnir
næturhljóðum skógarins, færðu sig
nær eldinum. Isaac Crabtree hló að
ótta þeirra. Hann sagði þeim, að
þegar þeir kæmu til Kentucky,
myndu þeir heyra vísundana öskra
ofan úr trjánum. En loks varð allt
hljótt í áningarstaðnum.
Indíánarnir komu rétt fyrir sólar-
upprás, lítill hópur stríðsmálaðra
Shawnee indíána. Þeir komu öllum á
óvart, ekkert heyrðist við fyrstu árás
annað en örvaþyturinn og dumbur
skellurinn, þegar þær hittu í mark.
Dreki og Mendenhallbræðurnir vom
drepnir í fyrstu örvadrífunni. James
Boone og Henry Russell fengu báði
örvar í lendarnar, svo þeir máttu sig
ekki hræra. Það kom styggð að
nautahjörðinni og hún tvístraðist.
Isaac Crabtree brá á flótta um leið og
hann rumskaði, fékk ör í bakið en
tókst að komast undan. Charles þræll
fékk indíánaöxi í höfuðið svo úti lá
heilinn, en Adam buslaði yfir ána og
tókst að fela sig.
Indíánarnir rifu neglurnar af
fingrumjamesar og Henrys, þeir ristu
sundur andlit þeirra með hnífum og
hjuggu kutunum í líkama þeirra.
Drengirnir reyndu árangurslaust að
verjast lögunum með berum hönd-
unum, sem við það skárust í tætlur.
Loks, þegar ekkert líf leyndist með