Úrval - 01.05.1976, Síða 80

Úrval - 01.05.1976, Síða 80
78 ÚRVAL þeim lengur, gripu indíánarnir þann ránsfeng, sem þeir gátu farið með, og hurfu síðan á braut. Innan fárra stunda tókst Crab- tree að komast til Russells og sagði hvernig komið var. Sendiboði var sendur með tíðindin til Boones. Þegar Daniel Boone hélt á vígvöll- inn, hafði hann með sér dýrmætt línlak. Það hafði Rebekka sent til þess að sveipa um lík sonar síns, til þess að verja það moldinni. Daniel vafði lakinu um lík beggja drengj- anna saman og lagði þá í eina gröf. Síðan var gröfin fyllt og moldinni rækilega þjappað. Loks voru þungir steinar lagðir ofan á, til þess að úlfarnir næðu ekki til líkanna. Nú var Daniel einn um það að vilja halda áfram. Hann hafði látið frá sér og selt allt sem hann átti, lagði allt undir þessa tilraun til að komast til Kentucky og setjast þar að. Hinir neituðu. Nautahjörðin var komin tvist og bast og hugrekki fólksins þorrið — það höfðu reynst skelfileg mistök að reyna að komast til þessa fjandsamlega lands. Svo leiðangurinn endaði í raun og veru þarna á morðstaðnum en hópurinn þokaðist til baka. Næsta vor hélt Daniel Boone einn aftur til grafar Jamesar. Úlfarnir höfðu þá grafið nokkuð ofan í gröfina. Daniel gekk úr skugga um, að þeir hefðu ekki náð til líkanna, og fyllti svo gröfina vandlega upp að nýju. Ef til vill má kalla þessa hljóðu sorgarstund söguna um vesturland- nám Bandaríkjanna í hnotskurn. Sömu myndina má sjá bak við söguna um ómenntaða fólkið, sem þandi út landamæri ríkisins með samskonar þrautseigju og þegar rætur fumnnar sprengja granítklöppina til að finna sér rótfestu, bak við þá blöndu blóðs og stjórnmála, sem tengdi óbyggðirnar nýrri þjóð, má alltaf greina einmana mann, klædd- an fötum úr svartlituðu dádýra- skinni, mann, sem situr við gröf elsta sonar síns, drengs, sem var pyntaður til dauða, þegar hann var að verða fulltíða. Það skall á stormur, og Daniel leitaði sér skjóls meðal trjánna. Þegar stormurinn var liðinn hjá, bjó hann um sig. Ekki langt í burtu heyrði hann skrjáfa í trjánum. Um sinn var allt hljótt, en þegar hann heyrði skrjáfið aftur, var það komið nær. Hann hafði dvalið of lengi í skógun- um til þess að þekkja ekki hvenær indíánar væru að nálgast. En eins og hann sagði síðar, var hann gripinn svo áköfu þunglyndi — „versta þunglyndiskastinu, sem ég hef feng- ið” — að hann hreyfði sig ekki. um stund. Kannski myndi hann láta lífið á sama stað og sonur hans. En loks var það sjálfsbjargarhvötin, sem ýtti við honum. Meðan hann væri lífs, gæti hann reynt aftur. Allt — meira að segja Kentucky — var mögulegt. Hann skreið þangað sem hesturinn hans stóð, vatt sér á bak og hleypti út í nóttina.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.