Úrval - 01.05.1976, Side 82
80
URVAL
hann hefði ekki verið einn einasta
dag í skólahúsi. Þótt hann lærði að
lesa og lítilsháttar að skrifa var
stafsetning hans ævinlega langar
leiðir trá réttu lagi. Jafnvel
John föðurbróðir hans, sem var
kennari að atvinnu, varð að viður-
kenna að það væri vonlaust verk að
kenna stráknum stafsetningu. En
Squire Boone lét sér fátt um fínnast:
„Látið stelpurnar stafa, Daniel
skýtur,” sagði hann.
Hann var tólf ára, þegar faðir hans
gaf honum riffil. Vopnið varð hans
fylginautur þaðan í frá. Honum var
jafn eðlilegt að hitta í mark og að
draga andann, og þaðan í frá var það
hann, sem einkum sá fiölskyldunni
fyrir villibráð.
1750 ákvað Squire Boone að
yfirgefa Pennsylvaniu, og hélt með
fiölskyldu sína suður á bóginn um
Cumberland dal til Virginiu. Daniel,
sem nú var orðinn 16 ára, í meðallagi
hár og grannvaxinn, fór með vini
sínum til veiða allt að Yadkinfljóti,
röskum 300 kílómetrum suðvestar, í
North Carolina. Eftir eins árs veiði-
ferð báru þeir feng sinn aftur til
Philadelphia og seldu hann fyrir
1300 dollara. Og Squire varð svo
mikið um feng Daniels, að hann
flutti til Yadkin næsta ár.
Nú voru eldri bræður Daniels
giftir, og Squrie hafði nóg að gera við
handverk sitt. Hann var járnsmiður.
Daniei var því látinn um sínar veiðar.
Ekki leið á löngu þar til hann varð vel
þekktur á mörkuðunum í Salisbury.
Saga er sögð um komu hans þangað
eitt vorkvöldið, með hest sinn klyfi-
aðan af skinnum af loðdýraveiðum.
Tveir menn, sem voru að drepa
tímann á markaðssvæðinu, spurðu
hvort hann vildi koma í skotkeppni
— og leggja nokkuð undir til að gera
þetta meira spennandi. Hann var til í
það. Síðan fóru þeir út á akur þar
skammt frá, þar sem Daniel vann
fljótlega 10 dollara, mönnum til
mikillar gremju, að því er virðist. Svo
annar þeirra sagði: ,,Ég skal leggja
100 dollara undir á móti skinnunum
þínum. Við skjótum einu skoti
meira.”
Þetta var gamla sagan um sveita-
lubbann, sem átti að snúa á.
Fyrirfram hafði verið komið skot-
marki í tré, með kúlugati aðeins hárs-
breidd frá miðju. Allt sem hinn ráða-
góði borgarbúi þurfti að gera var að
skjóta nógu víðsfiarri markinu, en
ganga síðan að kúlufarinu og segja það
sitt.
Daniel óskaði manninum til ham-
ingju með vel heppnað skot. En hann
lét ekki blekkjast. Hann hafði séð, að
maðurinn beindi byssunni til hliðar
um leið og hann iét skotið ríða. Hann
vissi, að nú hafði hann látið snúa á
sig. En hann bar riffilinn upp að
öxlinni, miðað eins vandlega og hann
gat, og skaut beint í miðpunktinn.
ÓBYGGÐIRNAR KALLA.
Bretarnir höfðu til að byrja með
myndað nýlendu sína á austurströnd
Nýja heimsins, Norðurameríku, og