Úrval - 01.05.1976, Page 84

Úrval - 01.05.1976, Page 84
82 URVAL áttu eftir að standa í níu ár og verða nærri milljón manna að falla. Stríðið í Ameríku var að vísu háð langt frá Yadkin — í Kanada og Efri- Ohiodal — en engu að síður gekk Daniel Boone í her North Carolina sem ekill og þjónaði undir breskum hershöfðingja^ Edward Braddock. Sá var mikill í munninum og sagði að það myndi ekki taka hann nema þrjá eða fjóra daga að ná Duquesnevirki, lyklinum að Efri-Ohiodal, á sitt vald. En þannig fór, að árásin fór algerlega út um þúfur, og Braddock féll. En í her hans var maður að nafni John Findley, einn þeirra fáu hvítu manna, sem hafði komist á þá ósnortnusléttu, sem kölluð var Ken- tucky. Á löngum kvöldunum, eftir að framsókn Braddocks var gersam- lega stöðvuð, drógu sögur Findleys ævinlega mikinn fjölda manna að varðeldinum. Irókarnir kölluðu landið Ken-ta-ke — engjaland. Þar getur maður tekið sér stöðu og beðið eftir veiðidýrun- um, sagði Findlay. Þar voru ótrúlegar hjarðir af dádýrum og vísundum^ gríðarleg auðæfi í feldum og skinn- um, vara fyrir þann, sem vildi bera sig eftir þeim. Engin hlustaði af meiri ákefð en Daniel Boone. Þessi mynd af paradís veiðimannanna, fyrirheitið um ævin- týrið á framandi slóðum, kynnti svo undir ímyndarafli Daniels, að hálfri öld síðar stóð honum ljóslifandi fyrir hugskotsjónum, hve spenntur hann hafði verið. 41 ágúst 1756 gekk Daniel að eiga RebekkuBryan. Húnvar 17 ára, hann tæplega 22 ára. Hjónaband þeirra stóð í 56 ár, og á þeim tíma veittu þau hvort öðru mikla hamingju en stundum hið gagnstæða, því Re- bekka var oft alein svo mánuðum skipti, stundum árum saman, og vissi aldrei hvort Daniel hennar var lífs eða liðinn. Stundum kom hann með ótrúleg auðæfi af feldum og húðum. En stundum kom hann allslaus, og hafði þá kannski svo vikum skipti farið eftir fjallgarði eða meðfram fljóti aðeins til að vita hvar þetta endaði. Stundum höfðu indíánar líka rænt frá honum afrakstrinum, hestunum, gildrunum og vopnunum. Og þetta kostaði peninga: 20 dollara riffillinn og góður hestur tvisvar sinnum það. Honum blandaðist aldrei hugur um, að hann myndi endurgreiða lánar- drottnum sínum. Veiðin næsta vetur myndi örugglega duga til þess. En 1764 var ,,menningin” líka komin til Yadkin. Minni háttar menn virtust vera að komast til valda þar, menn, sem komu með þræla, ekki aðeins til að láta þá vinna á ökrunum, heldur einnig til að selja hverjir öðrum. Menn, sem kölluðu það veiðar að fara með eldi um landið. Þeir fóru saman í hóp, með eldibrand í annarri hönd en byssu í hinni, mynduðu hring um hálfan annan kílómeter í þvermál. Síðan þrengdu þeir hringinn. Þannig hröktu þeir bráðina saman í hnapp.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.