Úrval - 01.05.1976, Qupperneq 89
ÞJOÐSAGAN DANIEL BOONE
87
landið og kynntist því betur en
nokkur hvítur maður á undan hon-
um. í hans augum var þetta „önnur
paradís.”
Hvað eftir annað lá við, að hann
lenti í kasti við Shawnee indíána, og
sagan segir, að þeir hafí að lokum
króað hann af. Hann hafð verið að
kanna hæð uppi yfir Dicksá, þegar
fíölmennur hðpur manna Wills kaf-
teins kom í ljós fyrir aftan hann og
lokaði undankomuleiðinni. Fram
undan var þverhnípi, en fyrir neðan
voru klettar og fljótið. Þegar indíán-
arnir nálguðust, með axirnar reiddar,
tók Daniel á rás fram á klettabrúnina
og kastaði sér fram af. Indíánarnir
voru vissir um, að nú væri hann allur,
komu hlaupandi fram á brúnina —
og sáu Daniel klifra í flýti niður úr
laufmiklum hlyni, sem náði svo sem
tíu til tólf metra upp eftir 20 metra
háum klettinum.
Hann var aleinn fram til 27. júlí,
þegar Squire kom aftur. Næsta haust
og vetur söfnuðu þeir enn skinnum.
Loks þótti Daniel sem hann hefði
nóg til þess að borga skulir sínar og
standa straum af búferlaflutningum
aftur til Kentucky. í mars 1771 hlóðu
þeir hesta sína með skinnum og
lögðu af stað heim.
En snemma 1 maí, þegar þeir voru
aðeins fárra daga ferð frá Martins-
stöð, réðust indíánar enn að þeim og
rændu öllu af þeim. Eftir tveggja ára
harðrétti og hættu sneri Daniel heim
aftur fátækari og skuldugri en þegar
hann lagði af stað.
LEIÐIN í ÓBYGGÐIR.
Um sinn örvænti Bonne. En
draumur hans um Kentucky lifði
enn. Næstu tvö árin var hann á
þvælingi um vesturslóðir, og kom til
Kentucky að minnsta kosti tvisvar.
Síðan gerðist það 1773, að hann hitti
William Russell, og þeir skipulögðu
ferðina, þar sem elstu synir þeirra
létu lífið. Bergmálið af þeim voveif-
lega atburði ómaði um landamæra-
byggðirnar. Rauðir menn og hvítir
höfðu áður borist á banaspjótum, en
grimmdin í þessari árás kom fréttinni
á hvers manns varir.
Sannleikurinn var sá, að margvís-
leg átök áttu sér nú stað milli indíána
og hvítra, beggja megin fíallanna. En
þegar þeim átökum linnti árið 1774,
tók landprangari að nafni Richard
Henderson að leggja nýjar áætlanir.
Hann og félagar hans buðust til að
kaupa milljónir hektara lands af
Cherokee indíánum — nærri helm-
inginn af því, sem nú er Kentucky og
hluta af Tennessee — og stofna þar
fjórtándu nýlenduna.
Henderson þekkti Boone, og hafði
kostað suma af leiðöngrum hans.
Hann kallaði hann nú fyrir sig, og í
framhaldi af því fór Boone síðustu
könnunarferðina til Kentucky, og
dvaldi næstu fimm mánuði meðal
Cherokee indíána, meðan hann
kynnti þeim tilboð Hendersons.
Þetta endaði með því, að Henderson
Transylvania Company fékk yfírráð
yfir nætti átta milljónum hektara
fyrir jafnvirði fjörutíu og fíögur