Úrval - 01.05.1976, Side 94

Úrval - 01.05.1976, Side 94
92 öðru vísi. Hann var sannfærður um, að indíánarnir ætluðu með herfang sitt til Shawnee þorpanna meðfram Sciotofljóti, og stakk upp á því að yfirgefa slóðina og stefna beint þangað. Sumir hinna, sem vissu rétt nógu mikið um hátterni indíána til að láta þá snúa á sig, létu í ljósi efa sinn um að þeir gætu nokkurn tíma bjargað stúlkunum, ef þeir fylgdu ekki slóðinni. Boone svaraði því þurrlega, að það hefðist ekkert upp úr þvf að finna kaldar slóðir og yfirgefna dvalarstaði. Það sem skipti máli væri að stytta sér leið. Eftir svo sem sólarhring, þegar indíánarnir væru nær heimkynnum sínum, yrði þeir minna varir um sig; leitarflokk- urinn gæti þá fundið slóð þeirra að nýju og það sem meira væri, hefðu þá möguleika til að koma þeim á óvart. Um þetta var ekki rætt frekar. Mennirnir fóru hljótt og hratt norður á bóginn. Þeir fóru oftar en einu sinni yfir slóð indíánanna, sem þeir þekktu af hælförum eftir skó Betsey Callaways og fataslitrum. Þennan dag komust þeir nærri flmmtfu kílómetra. Rétt fyrir dögun á þriðjudeginum tóku þeirþráðinn upp að nýju. Boone var í fararbroddi. Hann sagði, að Lickingá skipti sér ekki langt f burtu og bjóst við, að þeir fyndu þar hvar indíánarnir hefðu farið yfir ána. Þeir komu að ánni um klukkan tíu um morguninn. Á bakkanum beint fyrir framan þá voru ný för eftir mokkasfn- ÚRVAL ur. Nú skyldu þeir fylgja slóðinni, sagði hann. Rétt fyrir hádegi varð dálítill lækur á leið þeirra, og þar hvarf slóðin. En þegar þeir höfðu vaðið spöl ofan eftir læknum, fundu þeir reykjarlykt, og sáu síðan slóð liggja upp á norður- bakkann. Boone gaf fyrirskipanir í hvíslingum: Þeir áttu að skipta sér í tvo hópa og nálgast indíánana afar varlega. Enginn mátti skjóta á undan honum, en þá átti Ifka að láta til skarar skrfða og taka búðirnar. Hvítu mennirnir skriðu jafn var- lega og indíánarnir sjálfir upp á bakkann. Daniel Boone og John Floyd, bestu skytturnar, komu auga á áningarstað indíánanna um þrjátfu metra framundan og náum staðar. Þeir sáu lfka stúlkurnar. Betsey sat upp við tré, hinar tvær hvfldu með höfuðin í kjöltu hennar. Indfánarnir voru dreifðir, og einn þeirra var að steikja vísundakjöt við bálið. Sá, sem var á verði, var að kveikja sér f pfpu. Á þeirri stundu skaut einhver of fljótt, og hitti ekki. Indfánarnir fimm sneru sér eins og kettir að föngunum, en Boone og Floyd voru reiðubúnir með rifflana. Um leið og þeir hleyptu af og skothvellirnir bergmáluðu í skóginum, steyptist varðmaðurinn, sonur Svarta fiskjar, í eldinn. Ein- hvern veginn tókst honum þó að rísa á fætur og reika frá. Stríðsmaðurinn, sem verið hafði að steikja, greip um bringuna, og blóðið vall fram milli fingra hans, en samt hljóp hann, kengboginn, inn f skóginn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.