Úrval - 01.05.1976, Qupperneq 96

Úrval - 01.05.1976, Qupperneq 96
94 URVAL rauða. Staðurinn heitir síðan Drekk- ingarvík. 24. apríl gerði Svarti fískur árás, og Boone fékk skot í ökklann. Mánuði síðar komu Shawnee-arnir aftur og skutu á virkið frá því í dögun til löngu eftir myrkur. Og snemma hinn fíórða júlí gerðu þeir jafnvel enn rammari árás. Þá brenndu þeir til kaldra kola kofaþyrpinguna þar sem áður stóð Boonesvirki. Seint um haustið fréttu landnem- arnir, að Kornleggur, æðsti höfðingi Shawneemanna, og sonur hans, hefðu fallið fyrir amerískum her- mönnum við Randolphsvirki. Þetta var svívirðilegur verknaður, því feðg- arnir komu undir friðarfána. Þetta voru slæmar fréttir. Kornleggur hafði reynt að vingast við hvítu mennina, og þessi morð gátu ekki leitt til annars en haturs og hefndarhugar. Þar á ofan var veturinn sá harðasti, sem nokkur á þessum slóðum hafði reynt. Og saltið var búið. Landnemarnir gátu nú ekki unnið húðir sínar né varðveitt kjötið, og urðu dag eftir dag að lifa á rófum, kornbrauði og endrum og eins villibráð, svo þeir ákváðu að leggja upp í saltleiðangur, meðan líkur voru til að indíánarnir væru vetrartepptir í þorpum sínum. Boone var fararstjóri, og lagði upp snemma í janúar 1778. En 7. febrúar náðu fíórir indíánar honum á sitt vald, meðan hann var á njósn. Innan stundar höfðu þeir fært hann í búðir sínar.Þar varð hann fyrir alvarlegu áfalli. Meðfram langeldin- um sátu yfír 100 vopnaðir og stríðsmálaliðar indíána — fullskipað- ur hópur stríðsmanna undir stjórn Svarta fískjar. Boone og indíánahöfðinginn tók- ust í hendur, og Svarti fískur spurði, hvaðan mennirnir við saltsteinana hefðu komið. Boone svaraði honum því. Höfðinginn kinkaði kolli, hugsi á svip, og sagði: ,,Á morgun drepum við þá. Svo tökum við virki þitt.” Boone sá í hendi sér, að indíánun- um var þetta í lófa lagið, og ef konunum og börnunum yrði ekki slátrað á staðnum, myndu fá þeirra lifa af vetrargönguna alla leið til Ohio. En hann yppti öxlum, rólegur í fasi og sagði: „Kannski. En margir Shawnee-ar munu fálla lika. Það eru 30 góðar skyttur við saltið og tvisvar sinnum það í virkinu.” Hann var eðlilegur í fasi, og lýgin var mjög sannfærandi. Svo gerði hann tilboð. Hann skyldi sjálfur fara fyrir indíánunum til saltnámunnar og láta menn sína gefast upp, ef Svarti fískur héti honum því, að þeir yrðu ekki skaðaðir. Þegar sumraði, gætu þeir farið saman og tekið alla, sem eftir væru 1 virkinu, með sér norður á hestum. Hann sagði, að hvíta fólkið færi með góðu, ef hann segði því það, og annað hvort lifa með Shawnee-indíánunum sem ,,töku- börn” þeirra eða ganga á hönd rauðstökkunum í Detroit. En þeir myndu berjast til síðasta manns áður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.