Úrval - 01.05.1976, Side 97
ÞJÖÐSAGAN DANIEL BOONE
en lagt yrði upp í langa vetrarferð
með konur og börn.
Svarti fiskur reis á fætur. Þetta var
sanngjarnt boð, sagði hann, og rétti
fram höndina til staðfestingar.
Næsta dag stóð Boone við sinn
hluta samkomulagsins og gaf upp
menn sína við saltnámurnar. Og nú
lögðu sendimenn breta hart að
indíánunum að taka Boonesborough
undir eins. En Svarti fiskur stóð fast
við orð sín fór hvergi. Hann fór
einnig vel með fanga sína.
Stíðsmennirnir og hvítu fangarnir
héldu til Litlu Chillicothe, aðalþorps
Shawneemanna, og komu þangað
18. febrúar. Þar voru allir hvítu
mennirnir að 10 undanskildum gerð-
ir að ,,tökubörnum” indíánanna.
Með þessa tíu var farið til Detroit, þar
sem þeir voru seldir bretum. Einnig
Boone var hafður með í þeirri ferð —
ekki af því að Svarta fiski dytti í hug
að selja hann, heldur til að sýna hann
rauðstökkum Georgs 111 sem mikil-
vægt herfang. Apríl var nærri liðinn,
þegar Boone og indíánarnir komu
aftur, því Svarti fiskur staldraði við
öllum indíánaþorpum á leiðinni. Þar
sagði hann stríðsmönnum Mingo,
Delaware og Shawnee indíána af
fyrirhugaðri árás á Boonesborough;
þeir áttu að vera reiðubúnir undir
förina norður á bóginn þegar hlýnaði
í veðri.
Hinir hvítu mennirnir í Litlu
Cillicothe áttuðu sig ekki fyllilega á
Boone. Þeir höfðu allir heyrt um
fanga, sem voru ættleiddir inn í
95
ættbálkana, og létu sér lærast að
þykja svo vænt um frjálst villilífið
meðal þeirra, að þeir neituðu að snúa
aftur til síns eigin fólks, jafnvel þótt
tækifæri byðist. En það fannst þeim
eiga illa við Boone. Og þótt þeir
hefðu allir neyðst til að taka upp
lifnaðarháttu indíánanna, hafði að-
eins Daniel Boone tekið sér ,,squaw”
(konu), aðeins Daniel Boone veiddi
með indíánunum og gerði við bilaða
rifflaþeirra. Og aðeins Daniel Boone,
sem ekki virtist að neinu leyti
gætt, sýndi engan áhuga á að strjúka.
Það var rétt, að hann hafði bjargað
virkinu um sinn, en sumir veltu því
fyrir sér hvort hann hefði fórnað
þeim fyrir það.
Boone hélt hugsunum sínum fyrir
sig. Það var raunar einhver dularfull
samkennd milli hans og indíánanna,
en hann hafði ekki gleymt því, að
hóglífið meðal indíánanna var stolið
frá hans raunverulega lífi. Hann beið
hinnar réttu stundar.
Snemma í júní fór hann með hópi
hermanna og indíánakvenna að
vinna salt hjá Scioto. Þar hittu þeir
annan hóp stríðsmanna, sem hafði
orðið hart úti í orrustum í Vestur
Virginíu. í bræði sinni yfír þessum
fréttum ákvað Svarti fiskur að láta til
skarar skrlða gegn Booneborough
undir eins, og lagði strax af stað heim
til að skipuleggja þá för.
Að kvöldi 16. júní voru þeir aðeins
um fimm kílómetra frá Litlu Chilli-
cothe. Þá fældu hundarnir upp hóp
afvilltum kalkúnum. Stríðsmennirn-