Úrval - 01.05.1976, Side 99
ÞJÖÐSAGAN DANIEL BOONE
97
ána gegnt virkinu. Áin tók á sig
nýjan lit, varð leirbrún bakka á milli.
Milli riffilskotanna heyrði fólkið
axarhöggin falla jafnt og þétt. Indí-
ánarnir voru farnir að grafa göng inn
í virkið.
Boone gaf fyrirmæli um gagnráð-
stafanir. Ef þeir græfu skurð með-
fram innanverðum skíðgarðinum,
sem vissi að ánni, myndu göng
indíánanna koma þvert á þeirra.
Kannski myndi skurðurinn duga til
þess, að göng indíánanna féllu
saman. Að minnsta kosti hefðu
virkisbúar þá möguleika á að skjóta
indíánana jafnóðum og þeir kæmu í
gegn.
Töluvert var um hæðnisleg orða-
skipti milli hinna stríðandi aðila, og
margar tvíræðar glósur komu frá
indíánunum um ,,hina fríðu dóttur
Boones.” Einn daginn, þegar Boone
var á leið yfir húsagarðinn, varð hann
fyrir kúlu indíána. Um leið tóku þeir
að söngla: ,,Búnir að drepa Boone!
Gamli Boone er dauður!” Skotið
kom aftan í hálsinn á Boone, ekki
djúpt, þótt mikið biæddi í fyrstu.
Honum var bannað að tala eða hreyfa
sig fyrr en sárið hefði verið hreinsað.
Síðan, þegar nógu löng stund var
liðin til þess, að indíánarnir voru í
rauninm farnir að halda að þeir
hefðu í alvöru drepið Boone, reis
hann upp og hrópaði: ,Jæja, hér er
gamli Boone, risinn upp úr gröf
sinni!”
Á sjöunda degi umsáturinnar
hreyttist veðrið, og undir kvöld dró
bliku á loft. Þegar nóttinn skall á,
juku indíánarnir skothríð sína, og allt
í einu var gerð allsherjarárás. Stríðs-
menn með logandi branda í felum
bak við teppi komu þjótandi upp að
virkinu og köstuðu þeim upp á
skíðgarðinum. Sumir þeirra voru
skotnir, en margir komust alla leið,
og ekki leið á löngu, þar til viðurinn
fór að loga. Aðrir indíánar, sem voru
í öruggu fylgnsi bak við runna niðri
við fljótið skutu logandi örvum inn
yfir húsin.
Nokkrar hugaðar sálir brugðu sér
út fyrir og reyndu að rífa logandi
flísarnar úr viðnum. En þessa orrustu
var ekki hægt að vinna. Eina vatnið,
sem eftir var, kom úr krúsunum í
eldhúsunum. Það var ekki annað að
sjá en endalok Boonesborough væru í
nána.
Skelfingu lostnir og eins og í
leiðslu horfðu virkisbúar á eldana
breiðast eftir veggjunum, sem fram
að þessu höfðu staðið milli þeirra og
dauðans. Hann var þeirrar hinsta
skjól. Þegarhann væri farin, gátu þeir
ekkert gert annað en skjóta síðustu
"hleðslunum móti indíánunum, áður
en þeir kæmu og eyddu öllu kviku.
Fólkið stóð í örvæntingu og beið eftir
stríðsöskrinu, sem fylgdi síðasta
áhlaupi indíánanna.
Þá fór að rigna. Það rigndi alla
nóttina og næsta dag, og eldarnir
slokknuðu. F.n þokan byrgði alla
útsýn. Verjendur virkisins störðu sig
stífa út í móðuna, og skutu á
indíána, sem voru ekki þar. Um