Úrval - 01.05.1976, Side 100

Úrval - 01.05.1976, Side 100
98 LJRVAL miðjan daginn var kallað á Boone niður til skurðvarðanna. „Hlust- aðu,” hvíslaði einn þeirra. Boone lagði eyrað að blautri jörðinni og heyrði dauf moksturshljóð. Einhver spurði, hversu nærri þeir myndu vera, Boone sagðist ekki geta svarað því. Hann sagði ekki það, sem lá í augum uppi, að þeir væru snöggtum nær heldur en hitt. Þegar kom undir kvöld var orðið svo dimmt, að indíánarnir hefðu getað laumast óséðir allt að tíu metrum frá virkinu. Þá jókst regnið. Þeir, sem ekki stóðu á verði, gengu til hvílu, blautir, hraktir og kvíðnir, án minnstu vonar um að geta sofnað. Varðmennirnir störðu út í sortann, sáu lítið og heyrðu ekkert nema dynjandi regnið. Næsti dagur reis, bjartur og tær, en einkennilega hljóður. Og varð- mennirnir kölluðu hver á annan til að staðfesta þá unaðslegu sjón, sem við þeim blasti. Göng indíánanna höfðu hrunið saman. Þeir gátu séð hvar göngin höfðu legið frá ánni og allt að 20 metrum frá virkinu. Áin hafði flætt inn í þau og þau höfðu fallið saman á löngum svæðum, og þar var nú ekkert nema leðjan. Og indíánarnir voru farnir. Virkis- búar höfðu misst tvo og fjórir höfðu særst. Boone taldi, að óvinirnir hefðu misst 37. Þetta var lengsta umsátin í Kentucky, og tap indíán- anna var mun meira en þeirra hvítu. Virkið hélt enn velli. Það var fáliðaður hópur, sem varið hafði vestrið. „OFFJÖLGUN”. Nokkrum dögum eftir umsátina var Daniel Boone kærður fyrir svik og dreginn fyrir hérrétt í Virginíu. Kærandinn var Richard Callaway, ofursti, sem stjórnað hafði Boones- borough í fjarveru Daniels. Boone hafði svikið þá, sem voru að vinna saltið, sagði hann, og var þar á ofan hafður í hávegum hjá indíánum meðan aðrir voru fangar þeirra. Ef Callaway hefði ekki verið vel á verði, sagði hann, hefði Daniel Boone afhent allt hvíta fólkið ,,föður” sínum, Svarta fiski. Daniel andmælti ekki hinum ýmsu ákæruliðum. Spurningin var bara hvers vegna, sagði hann. Hann sagði að um það hefði verið að velja að láta taka saltgerðarmennina til fanga ellegar drepa þá. Hefði hann lifað of góðu lífi meðal indíánanna? Kannski. En hann hafði flúið í tæka tíð til að ,,vara Boonesborough við árásinni og berjast með fólkinu.” Meðan hann var á valdi óvinanna, hafði hann borið kápuna á báðum öxlum, en aðeins til að hjálpa fólki sínu, og af engri annarri ástæðu. Hefði sú ekki verið raunin, hefði hann aldrei þurft að flýja frá indíánunum, eða þótt hann hefði snúið til vina sinna í Boonesborough hefði hann ekki þurft að vera þat um kyrrt til þess að „deila með þeim þrautum og svefnlausum nóttum, og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.