Úrval - 01.05.1976, Page 102

Úrval - 01.05.1976, Page 102
100 ÚRVAL pappír og pennum var komin í staðinn fyrir rifflaorrustuna, sem hann hafði unnið í Kentucky. Boone tapaði ekki öllu á einni nóttu, en hann var ekki heilshugar í baráttu sinni gegn lögfræðingum, fógetum, plöggum og smáleturs- greinum, sem jafnt og þétt kroppuðu af honum eigurnar. Hann hafði ekkert geðslag til að standa í þvílíkum orrustum — að rengja orð annarra, reyna að finna lagakróka, sem hann ekki skildi. Né heldur deildi hann nokkurn tíma við þá menn, sem komu til að segja honum að landið, sem hann hafði valið þeim eða selt þeim, hefði þegar verið annars eign. Hann seldi bara meira af síun eigin landi og endurgreiddi þeim. Eftir því, sem málunum á hendur honum fjölgaði, þeim mun meira sótti hann huggun og frið til skógar- kyrrðarinnar. En nú tók gigtin að hrjá hann, og stundum svo illa, að Rebekka varð að fara með honum og bera fyrir hann riffilinn. Raunin var sú, að Boone var ekki lengur fyrirmaður í Kentucky. Nöfnin, sem nú bar hæst, voru ekki nöfn þeirra, sem mönnuðu virkið í Boones- borough sællar minningar, heldur var aðfluttur nýr aðall. Skrauthýsi voru risin, það voru komnar götur í borgunum, og þær voru fuilar af kaupmönnum, lögfræðingum og landapröngurum. Það vom þegar 200 manns í Louisville. Lexington var að reisa háskóla. Og á þvílíkum stöðum var starað á mann í fötum úr dádýraskinni með leggingum. Menningin var of mikið álag á mannlega náttúru, að mati Daniels Boone, og 1795 fluttu þau Rebekka vestur á bóginn einu sinni enn, og settust að á fjórum hekturum af ónumdu landi, sem Daniel sonur þeirra átti í Brushy Fork. í fjögur ár bjuggu þau þar, og Daniel hélt dauðahaldi í þá von, að Kentucky, landið, sem hann hafði sett öllu ofan og barist fyrir í nætti hálfa öld, gæti enn fullnægt draumum hans. Svo gerðist það vorið 1799, þegar nærri öll hans landareign var gengin honum úr greipum, að hann felldi gula risaösp og tók að höggva sér eintrjáning, sem átti að vera átján metrar enda á milli. Hann var til þess að flytja fjölskylduna og eigur hennar til lands, sem á korti var kallað Efri Lousiana, um 1500 kílómetra í burtu. Þetta var árið sem George Washington dó, og Daniel Boone, 65 ára að aldri, stefndi enn vestur að hefja nýtt líf. í Cincinnati hópaðist fólk norður að ánni til þess að sjá þessa þjóðsagnapersónu. Hann var spurð- ur, hvers vegna hann hefði farið frá Kentucky. Boone tókst alltaf best upp, þegar hann hafði nógu stóran hóp tilheyrenda, og hann svaraði því nú til, að hann hefði fengið gest heim til sín í Brushy Fork. Og þegar gesturinn hefð sagt honum, að það væru ekki nema 100 kílómetrar heim til hans. ,,Þá tók ég ákvörðun,” sagði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.