Úrval - 01.05.1976, Page 107

Úrval - 01.05.1976, Page 107
HJ ONÁBANDSLEIKURINN 105 inu ,,að nota og kasta”, taki nú orðið einnig til hjónabandasleiksins, að æ fleiri menn og konur séu nú reiðubú- in að fela maka sína sömu örlögum og bjórdósirnar. En ýmis vandamál eru tengd þessu viðhorfl. Hjónaskilnaður er á vissan hátt eins og skotbardagi milli samvaxinna tvíbura. Hvernig sem fer særast báðir aðilarnir. Persónurnar tvær, sem hjúfruð sig hvor að annarri í kyrrð næturinnar, breytast nú í löglega leigumorðingja, sem hamast við að ganga af hjónabandinu dauðu. ÞANNIG ÞARF ÞAÐ EKKI AÐ VERA. Sum hjónabönd eru auðvitað slys allt frá byrjun. í slíkum tiifellum er aðeins eitt, sem hefur í för með sér meiri eyðileggingu en hjónaskiinaður og það er að skilja ekki. En tökum venjulegt hjónaband sem dæmi. Hjónaband tveggja vel gefinna per- sóna, sem elska hvor aðra og ganga í hjónaband með „hálflukt” augu í von um geysilega hamingju. Á milli þeirra og hamingjunnar eru þó nokkrar meiri háttar hindranir. Hér á eftir er sex þeim algengustu lýst: Það vill gleymast að taka tillit til persónuleika og stöðu makans. Fyrir hendi virðist vera einkennileg þver- sögn, sem gerir það að verkum, að fyrstu mánuðir hjónabandsins verða fólki mjög erfið reynsla. Eiginmaður- inn og eiginkonan unga hafa kannski lifað sem sjálfstæðari. einhleypir einstaklingar árurn saman. En nú komast þau að því, að þau neyðast skyndilega til að leika hlutverk persónu, sem er barnslega háð annarri persónu, hlutverk, sem þau héldu, að þau hefðu losnað við að eilífu, þegar þau giftust. Ungi eiginmaðurinn kemst kannski að því, að nú er hann orðinn háður konu, eigi hann að fá sína uppáhaldsrétti, verða vakinn á morgnana og fá hjúkrun, ef hann fær kvef. Og eiginkonan hans er viðkvæmari en móðir hans var, hvaða allar kvartanir snertir: ,,Ég trúði því bara ekki, læknir. Bara vegna þess, að ég stakk upp á því, við Janet, að hún færi I nokkra matreiðslutíma, hvolfdi hún öllum kvöldmatnum í vaskinn og læsti sig inni í baðherbergi. Þetta gerði hún mamma mín aldrei.” Eða unga eiginkonan: „Læknir, sú kvöð hjónabandsins, sem ergir mig mest, er að verða að biðja Jim um peninga til heimilisrekstursins. Það er alveg eins og að vera komin heim til pabba aftur. Jim svarar mér jafnvel með sams konar raddblæ og pabbi, raddblæ, sem notaður er, þegar verið er að tala við litlar telpur. ” Því er ekki hægt að neita, að það er ýmislegt líkt með tengslum milli hjóna annars vcgar og foreldra og barna hins vegar, en einn þárrur ,,sigur stefnunnar” í hjónabandinu er að leggja áherslu á allt það jákvæða við slíkan skyldleika og afmá allt hið neikvæða. Ást og ástúð, óeigingirni og örlæti eru jákvæðir eiginleikar, sem skynsamlegt er að hlúa að. Allt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.