Úrval - 01.05.1976, Page 108

Úrval - 01.05.1976, Page 108
106 það, sem ber vott um drottnunar- girni og yfirgangssemi, eru þeir þættir slíks skyldleika, sem er hættu- legt hvaða hjónabandi sem er. BÚIST VIÐ OF MIKLU. I menningu okkar er á kreiki sú mikla goðsögn, að hjónaband sé lausn vandamála. Því er á hinn bóginn svo farið, að í hjónabandinu koma bara ný viðfangsefni og vanda- mál í stað þeirra gömlu. Eini mögulegi gróðinn er fólginn í mögu- leika á varalegri hamingju. Beth lýsir þessari sjálfheldu á eftirfarandi hátt: ,,Mér fannst hjóna- bandið einna helst líkjast því, að verið væri að lesa Öskubusku aftur á bak. Á brúðkaupsdaginn minn var ég klædd þessum stórkostlega silkikjól og bar fagran brönugrasavönd. En tíu dögum síðar var ég komin á fætur kiukkan 6 og var að reyna að koma draumaprinsinum mínum og mér sjálfri af stað í vinnuna.” Hvert er svarið við þessu vanda- máli? Það er fyrst og fremst fólgið í því að búast ekki við of miklu. Fyrir allt þarf að borga eitthvert gjald, og gjald varanlegs hjónabands er hátt, þótt það þurfi ekki að vera allt of hátt. Þar er um vöruskiptaverslun að ræða: algert persónulegt frelsi er látið af hendi í skiptum fyrir sameiginlegan styrk, kynferðislegt frelsi fyrir kyn- ferðislegt öryggi, sjálfstæði fyrir það að makarnir eru hvor öðrum háðir á gagnkvæman hátt, ráðstöfunartekjur ORVAL í skiptum fyrir tilfinningalega full- nægju. En auðvita er sagan ekki öll sögð með þessum orðum. Varanlegt hjónaband býður upp á ýmiss konar óbeina og illskilgreinanlega full- nægju. Karlmaður, sem haldinn er öryggisleysi, getur fundið takmarka- lausan styrk og uppörvun í örmum konu sinnar. Konan getur öðlast fullkomna tjáningarmöguleika fyrir hæfileika sína og kveneðli sitt, njóti hún hvatningar og samvinnu maka síns. BERGMÁL AF MÖMMU OG PABBA. Bestu hjónaböndin eru þau, þar sem ungu hjónin fá að vera óáreitt án afskipta annarra. En allt frá brúð- kaupsdeginum er venjulega um fjóra aðra einstaklinga að ræða, sem reyna að gerast aðilar að þessu nýja hjóna- bandi, að minnsta kosti úr fjarlægð. Atburðarásin er venjulega þessi: í bernsku eru mamma (og pabbi í minna mæli) oft við hlið barnsins og gefurþví ráð, segir því til, finnur að við það, leiðréttir skyssur og túlkar ýmsar þær aðstæður lífsins, sem verða á vegi barnsins. Þegar varnið verður svo loks fullorðin persóna, hefur sá ungi rnaður eða sú kona safnað sér ríkulegum forða af viðhorfi og viðbrögðum foreldranna við alls konar aðstæðum og vandamálum. Og á erfiðustu augnablikum lífsins geta slíkar minningar og slík tengsl
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.