Úrval - 01.05.1976, Side 110
108
ÚRVAL
konan treyst hvoru öðru til þess að
bera gagnkvæmt vitni á slíkan já-
kvæðan hátt, getur ekkert mjög illt
hent þau í raun og veru. En maður sá
eða kona, sem á maka, sem er alltaf
reiðubúinn til þess að vitna gegn
honum eða henni, mun bráðlega fara
að líta í kringum sig eftir einhverj-
um, sem geti komið í stað þessa
neikvæða maka.
SAMANBURÐUR VIÐ LIÐNA TÍÐ.
Þegar eiginmaðurinn eða eigin-
konan halda áfram að mæla hjóna-
bandssamskipti sín með sama mæii-
kvarða og hann eða hún notaði á
fyrstu dögum hjónabandsins, þá er
óhjákvæmilegt, að slíkt mun hafa í
för með sér vandræði. Mjög fáar
konur em eins aðlaðandi á sama hátt
um fertugt og þær vom hálfþrítugar
að aldri. Og fáir karlmenn geta haidið
áfram að töfra á eins ómótstæðilegan
hátt og einhverjir ímyndaðir
„draumaprinsar”, eftir að þeir hafa
deilt svefnherberginu, baðherberg-
inu og borðstofunni með sömu
eiginkonunum árum eða jafnvel
áratugum saman. En minnist þess
einnig, að margar breytingar innan
hjónabandsins em happasælar. Eftir
því sem árin líða, getur eiginmaður-
inn og eiginkonan öðlast betri
skilning á þörfum hvors annars og
viðbrögð þeirra þannig orðið næm-
ari. Það er óraunsæi og oft óœski-
legt, að búast við því, að nokkur
persónutengsl verði óþreytanleg um
aldur og ævi.
Gott hjónaband býður karlmann-
inum og konunni allt það besta, sem
til er: trúan og stöðugan bandamann
gegn heiminum, töfrandi og yndis-
legan félaga, kynferðislega fullnæg-
ingu og félaga í framkvæmd þess
dýrlega kraftaverks, sem fólgið er í því
að ala nýjar mannverur. Það er vitað
mál, að þetta tekst ekki allt í
sérhverju hjónabandi. En langflest
hjónabönd veita manninum og kon-
unni tækifæri til þess að mynda á
milli sín enn nánari og ástríkari
tengsli með hverju árinu sem líður og
að öðlast hvort hjá öðru fullnægingu
sérhverrar mannlegrar þarfar.
II. Að láta aurana endast.
— Norman Losenz —
Verðbólgan er mikið álag d fjölskyldutengslin
jafnt og á bankareikningana. En sé brugðist við
á réttan bátt, geta efnahagserfiðleikarnir í raun
og veru veitt hjónabandi þínu aukinn styrk.
— Úr Woman’s Day —