Úrval - 01.05.1976, Side 112
110
ÚRVAL
hans hefði verið,” sagði eiginkona
hans máli sínu til skýringar. ,,Ég fékk
hann því til þess að koma með mér í
innkaupaferð, svo að hann gæti
sjálfur séð, hve mikið matvælin
kosta.” Önnur eiginkona átti mann,
sem kvartaði yfír því við hana, að hún
eyddi of miklu í föt handa börnun-
um. Hún tók að halda búreikninga
yfír fatakaupin og hélt því áfram í 4
mánuði. Og henni til undrunar varð
upphæðin miklu hærri en hana hafði
grunað. Og strax og hún var búin að
gera sér grein fyrir því, í hverju þessi
eyðsla var fólgin, gat hún dregið úr
henni.
AÐGREINIÐ ÞARFIR FRÁ
LÖNGUNUM.
Farið vandlega yfír alla reikninga
og ávísanahefti til þess að komast að
því, hve miklu þið eyðið í hluti, sem
þið þarfnist ekki í raun og veru.
Maður einn fór yfír heilan stafla af
reikningum frá járnvöruverslunum
og varð alveg undrandi, þegar hann
komst að því, að á einu ári hafði
hann keypt verkfæri og ýmislegt
dlheyrandi þeim fyrir samtals 267
dollara (um 47.500 kr.) flest af
þessum verkfærum notaði hann að-
eins einstöku sinnum!
Stundum kemur þó fyrir, að
hlutur, sem virðist algert óhóf,
reynist fullnægja aðkallandi þörf.
Eiginmaður einn, sem er oft í
ferðalögum vegna starfs sína, var
vanur að hringja heim á hverju
kvöidi. Þegar peningaskorturinn fór
að segja til sín í sífellt ríkara mæli,
ákvað hann að hringja sjaldnar. En
öll fíölskyldan saknaði sáran þeirrar
hlýleikakenndar og þess öryggis, sem
þessi daglegu símtöl veittu henni, og
ákvað, að ekki skyldi dregið úr þeim.
Tjáningarfrelsi
er ein meginforsenda þess
aö frelsi geti viöhaldizt
í samfélagi.