Úrval - 01.05.1976, Page 120

Úrval - 01.05.1976, Page 120
118 ÚRVAL Kuniyoshi, sonur silkilitunarmanns, seldi notaðar gólfmottur við hvers manns dyr til þess að draga fram lífið. Hokusai, uppeldissonur spegla- gerðarmanns, er sagður hafa selt sælgæti og rauðan pipar sér til lífsviðurværis á árbakkanum í Tokíó. Kiyonaga ólst upp 1 einu hinna rustafengnu hverfa nálægt fiskimark- aðinum, en varð helsti meistari hinna fíngerðu þátta þessarar listar. Hans sérgrein var myndir af fegurðardísum Tokíóborgar. Japanskar konur eru oft leggjastuttar, en þegar mynd þeirra var komin á pappírsörkina hans, höfðu þær breyst í hávaxnar, leggja- langar, grannvaxnar og fíngerðar gyðjur. Guðdómleg og algerlega óhöndlanleg ímynd kvenlegrar feg- urðar hafði þar með haldið innreið sína inn í hina nýju listgrein, Ukiyo-e. Þessi fínlega stílfæring náði svo hámarki sínu með Utamaro (1753—1806), en í augum margra unnenda þessarar listgreinar er hann skærasta stjarna á sjörnuhimni Ukiyo-e. Verk hans einkennast af göfgi, sem leiðir hugann að virðuleg- um glæsileika Raphaels og Leonardos da Vinci. Utamaro fann sínar mest töfrandi fyrirsætur meðal geisha- stúlknanna í Yoshiwara, sem voru þá hinar ríkjandi prinsessur skemmti- hverfis þessa. Þær voru vel að sér í tónlist, bókmenntum og dansi. Þetta varð til þess, að vestrænir gagnrýn- endur áður fyrr álitu, að Utamaro væri spilltur gjálífisseggur. í rauninni var hann traustur og trúr fjölskyldu- maður, en atvinnumaður í list sinni, sem gerði sér einfaldlega grein fyrir því, hvar finna átti hinar réttu fyrirsætur að myndum þeim, sem hann ætlaði sér að gera. Nú er frægð hans orðin slík, að safnarar slíkra mynda eru á sífelldu iði. Vel með farin eftirmynd af mynd hans af Ohisu, frammistöðustúlku á tehúsi, var seld á 37.000 dollarar (um 6,5 milljóni króna) á uppboði í New York árið 1972, en í júní í fyrra var hún seld á 70.000 dollara (um 39,5 milljónir króna) hjá sama uppboðs- haldara! Hinir síðustu þessara miklu lista- manna, þeir Hokusai og Hiroshige, sköpuðu nýjan heim, hinn ánægju- lega heim landslagsmynda. Hokusai, sem dó árið 1849, þá 89 ára að aldri og enn í fullu listsköpunarstarfl, hefur eftirlátið okkur nokkrar af þekktustu myndunum af þessu tagi, þar á meðal nokkrar stórfenglegar myndir af fjallinu Fujijama. Hiroshige, sem fæddist miklu síðar, er að vísu enn vinsælli, en það er vegna þess, að það ríkir alveg sérstakt andrúmsloft í landslags- myndum hans. Enginn hafði nokkru sinni tjáð rökkur, tunglskin eða hlýjar sumarskúrir af slíkri innlifun I myndum sem Hiroshige. Það er eins og maður finni sjávarseltuna af hafgolunni hans. Við finnum ilminn af blómunum hans. Snjórinn hans fellur eða safnast í skafla eða hleðst upp í laufléttum lögum á hofaþök-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.