Úrval - 01.05.1976, Side 122
120
ÚRVAL
að því, að slíkir dýrgripir þessa
þýðingarmikla þáttar menningararfs
okkar voru þá að streyma úr landi í
stórum stll.”
,,Myndir af fljótandi heimi” hafa
sannarlega vaxið í áliti, síðan þær
voru notaðar sem umbúðapappír
fyrir útflutta austurlenska potta og
föt. Aðdáendum þeirra fjölgar um
gervallan heim með hverri sýningu,
og hverju stór uppboði, sem haldið
er. Hin mennska hlýja þeirra og
listræni glæsibragur gera þau að
sameign allra, sameign, sem fólk í
austri jafnt og vestri mun skoða og
meta mikils um ókomna framtíð.
★
Maður, sem þjáðist af ímyndunarveiki, sagði lækni sínum frá því,
mjög áhyggjufullur, að hann væri viss um, að hann hefði banvænan
lifrarsjúkdóm. ,,Það er vitleysa,” svaraði læknirinn. ,,Þú getur ekki
vitað um slíkt. Þeir, sem hafa þennan sérstaka sjúkdóm, finna ekki til
nokkurra óþæginda.”
„Drottinn minn,” hrópaði maðurinn og saup hveljur. ,,Það em
einmitt mín einkenni!”
ÁHRIFA STORMA GÆTIR í MIKLU HAFDÝPI.
Haffræðingar um borð í rannsóknarskipinu Dimitrí Mendelejev,
sem er í rannsóknarleiðangri um hafíð milli Tasmaníu og Antarktis,
hafa gert þá óvæntu uppgötvun, að stormar setji gífurlegt vatnsmagn
á hreyfingu og gætir þess djúpt í sjónum. Gerðar hafa verið mælingar
með tækjum, sem sökkt hefur verið niður á mikið dýpi og vinnur talva
skipsins úr mælingum þeirra. Þessi uppgötvun hefur mikla þýðingu
fyrir gerð langrímaspár varðandi skipasiglingar.
ÁTHLJÓÐIÐ KEMUR UPP UM ÞAU.
Hægt er að segja til um það, hvort skordýr leynast mnan í korni með
því að hlera eftir áthljóði þeirra.
Hljóðtæknifræðingar við hljóðfræðistofnun í Moskvu hafa búið til
hljóðnema, sem skermaður er af innan í skál, til þess að útiloka
utanaðkomandi hljóð.
Séu meindýr í korninu, má, með því að magna upp naghljóðið,
komast að raun um, hve lirfurnar eru margar og af hvaða tegund þær
eru.
Menn vænta sér mikils af árangri þessa nýja tækis í baráttunni gegn
meindýrum í korni.