Úrval - 01.05.1976, Page 126

Úrval - 01.05.1976, Page 126
124 ÚRVAL Sumir sérfræðingar álitu áður fyrr, að orsakarinnar væri að leita í heilaskemmdum, þar eð vitað var, að sumir þeir, sem hlotið hafa höfuð- meiðsl, hafa glatað hæfni sinni til þess að lesa og skrifa. En líkskoðanir og heilaritsprófanir útiloka yfirleitt meiðsl sem algenga orsök lesblindu. Séu greinanlegar heilaskemmdir ekki orsök hennar, getur þá ekki verið um að ræða heilaskemmdir, sem fóstrið eða ungbarnið hefur orðið fyrir? Sumar rannsóknir virðast benda til þess, að blý í andrúmsloft- inu, líkamlegt lost eða súrefnisskortur- við fæðingu geti stundum haft áhrif á getu barnsins til þess að læra málið. En ýtarlegar ættfræðirannsóknir benda til, að orsakarinnar geti oftar verið að leita á vegum erfðafræðinnar. Talsvert margir halda dauðahaldi í kenninguna um seinan þroska, sem komi þó um síðir. Samkvæmt henni ná sum börn einfaldlega ekki nægi- lega miklum þroska til þess að læra að lesa og skrifa fyrr en nokkru síðar en börn almennt. Sú kenning, sem virðist líklega enn vera rökréttasta skýringin á orsökum lesblindu, kom fram fyrir um 50' árum, og var það dr. Samuei Torrey Orton, sem kom fram með hana að undangengnum athugunum sínum. Hann var þá forstöðumaður Sálsýkis- sjúkrahús Iowafylkis. Við rannsókn sína á ýmsum vandamálum á sviði geðheilsu tók hann að fá áhuga á börnum, sem lásu ekki aðeins orð aftur á bak og skiptu um innbyrðis stöðu stafa heldur áttu auðvelt með að skrifa ,,spegilskrift”. Sum þeirra áttu raunverulega auðveldara með að skrifa frá hægri til vinstri og skrifuðu þá betur, þannig að stafirnir stefndu aftur á bak og voru í öfugri röð, þannig að spegill, sem haldið var á lofti við hlið þeirra, sýndi orðin eins og þau eru venjulega skrifuð. Orton vissi, að margir þeir, sem eru örvhentir að öllu eða nokkru leyti, áttu auðveldara með að skrifa spegilskrift en venjulega skrift. Leon- ardo da Vinci, sem var jafnvígur á báðar hendur, teiknaði oft með hægri hendi, en skrifaði um leið athugasemdir með spegilskrift með þeirri vinstri. Orton, sem var sérfræð- ingur í vefrænum taugasjúkdómum, dró þá ályktun af þessu, að enda þótt hvor heilahelmingur stjórni ýmsum eðlilegum störfum, verði aðeins ann- ar helmingurinn ráðandi, hvað mál snertir. Ef báðir heilahelmingarnir halda áfram að taka þátt í námsstarf- inu, þegar verið er að læra og þjálfa þá tillærðu hæfni að þekkja tákn og breyta þeim í orð, kynnu þeir á einhvern hátt að keppa innbyrðis og hindra starf hvors annars með þeim afleiðingum, að skynjunin yrði brengluð eða alveg öfug. Orton dró þá ályktun, að það væri ekki sú staðreynd, að hinn lesblindi væri örvhentur, sem væri orsök lesblind- unnar, þar eð margir lesblindir eru alls ekki örvhentir, heldur væri orsakarinnar að leita hjá brenglaðri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.