Goðasteinn - 01.09.1970, Page 6
svo lengi hafði þráð að hrinda í framkvæmd. Sáð var byggi hinn
6. maí í tilraunareiti og þó nokkuð meira. Þroskaðist það vel og
varð uppskera góð haustið 1927. Svo var farið að plægja og herfa
fyrir vorið 1928 og undirbúa fræræktun af því fræi, sem var af
íslenzkum stofni, og einnig dönsku fræi af íslenzkum stofni, er
safnað var hér á landi 1921, en ræktað og úrvalið í tilraunastöð
dönsku búnaðarfélaganna. Síðar reyndist samt þetta gras lakara
en það, sem til var frá Reykjavíkurárum mínum. En það varð
undirstaðan að þeirri frærækt, sem síðan var rekin allan þann
tíma, er fengizt var við frærækt á Sámsstöðum á árunum 1928
til 1966 eða í 38 ár.
Stofn- og rekstrarkostnað lagði Búnaðarfélag Islands fram eftir
áætlunum, sem ég gerði. Urðu fyrstu ár stöðvarinnar nokkuð
kostnaðarsöm vegna bygginga og var til dæmis varið kr. 10.000
árið 1927 til endurbóta á íbúðarhúsi, fjósi og smíði nýrrar hlöðu
vegna fræ- og kornræktar. Sannazt hafði með tilraunum 1923-
1926 að sexraða bygg gat náð góðum þroska í meðalárferði, ef
jörð var undirbúin að haustinu, svo að unnt væri að koma korn-
inu nægilega snemma niður að vorinu.
Veturinn 1927-28 vann ég að frærannsóknum og einnig að til-
raunaútrcikningum fyrir Búnaðarfélag Islands. En ég hafði, er hér
var komið, áhuga á að kynna mér rekstur tilraunastöðva á Norð-
urlöndum. Sótti ég um styrk til Búnaðarfélagsins til þess að ferð-
ast um Noreg, Svíþjóð og Danmörku til að kynna mér þar þessa
starfsemi. Veitti Búnaðarfélagið mér kr. 1500 í þessu skyni og um
10. júní sigldi ég til Björgvinjar í Noregi. Fór ég síðan víða og
heimsótti flestar tilraunastöðvar í þessum löndum, alls 18 talsins.
Var þetta drjúg viðbót við fyrri þckkingu mína, og gerði ég mér
sérstaklega far um að kynna mér rekstur og bókhald þeirra til-
raunastöðva, er ég heimsótti. Var ferð mín um þessi lönd, þótt
ekki stæði hún nema tvo mánuði, mjög gagnleg og lærdómsrík
og hafði mikil áhrif til bóta á starf mitt síðar.
Um vorið 1928 hafði ég sáð í sex dagsláttur af nýbrotnu vall-
lendislandi sexraða Dönnesbyggi og nokkrum afbrigðum af höfr-
um. Þegar ég kom heim úr utanlandsför minni hinn 10. ágúst,
var allt þetta korn vel á veg komið með að ná fullum þroska og
4
Godasteinn