Goðasteinn - 01.09.1970, Page 7

Goðasteinn - 01.09.1970, Page 7
Klemenz Kr. Kristjánsson og frú Ragnheiður Nikolásdóttir var allt fullþroskað fyrst í september. Litu þá margir tii akranna björtum augum og sýndist að hér væri það, sem koma skyldi í ís- lenzkri jarðrækt, sem sé vorsáð og mjöl af eigin akri. Uppsker- an varð um 26 tunnur af hektara og hefði orðið meiri ef þreski- tæki hefðu verið betri, en þau voru harla frumstæð og handknú- in. Árið eftir kom fyrsta sjálfhreinsandi þreskivélin til landsins og var hún vélknúin. Er hún enn til á Sámsstöðum og í nothæfu á- standi. Vorið og sumarið 1930 var ræktunin farin að aukast svo, að kornakrar voru á 6 hektara landi. Vantaði þá aukið húsrými fyrir uppskeru. Þá var reist stóra hlaðan á Sámsstöðum, 20x12 metra stór, krossreist með kornloftum. Stcndur hún enn í fullu gildi, en gagnger viðgerð fór fram á henni árið 1967. Árið 1932 var reist nýtt íbúðarhús á Sámsstöðum og var mikil Goðasteinn 5

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.