Goðasteinn - 01.09.1970, Síða 15
haldið mcð tilraunir á afbrigðum og aðferðum á korni. Á tíma-
bilinu 1923-40 voru kornræktartilraunir aðallega gerðar með sáð-
tíma, sáðaðferðir, sáðmagn, jarðveg og áburð. En frá 1940 til
þcssa dags að mcstu með afbrigði og jarðveg. Reynsla í áratugi
hefur sýnt, að korn þroskast á sandjarðvegi, þó að það geri það
ekki fyllilega á mýra- og móajörð. Við notum 150 lestir af höfr-
um eða meira til grænfóðurræktar nú síðari árin og mætti oftast
nær rækta þctta útsæði hcr heima, ef notuð eru góð afbrigði eins
og t. d. Niphafrar eða Váhafrar.
Kornrækt í stórum stíl án annars búskapar tcl ég ekki framtíð
þessarar fóðuröflunar, heldur hitt, að bændur sjálfir annist þessa
ræktun á cigin akri síns bús og þá í skiptum við tún og grænfóð-
ur. Samtök um verkfæri til þurrkunar og uppskeru geta komið
til greina og er brýn þörf, svo að vel takist, þegar kornið þrosk-
ast, sem það gerir að óbreyttu tíðarfari í minnsta kosti átta af
hverjum tíu sumrum hér á Suðurlandi.
Þegar frá upphafi starfseminnar á Sámsstöðum var unnið að
úrvali grastegunda og ræktun þeirra. Var þetta gert öll árin, sem
ég var þar, en mest var ræktað af fræi af túnvingli. Kannaðar
voru ýmsar aðferðir við fræræktun og reyndist svo í flestum til-
fellum, að raðaræktun fræs gæfi beztan árangur. Frærækt var þó
aldrei mjög mikil, oftast á 1-3 hekturum og fræið sjaldan meira
en tvö til níu hundruð kg á ári. Aíltaf var fræið prófað, áður en
það var selt, í spírunaráhaldi því sem fyrrum var notað í Reykja-
vík. Alls munu hafa verið seld frá Sámsstöðum 25-26 smálestir
af fræi á þeim 36 árum, sem fræþroskun varð á þeim 40 árum,
er ég starfaði þar.
Byrjað var á hraðþurrkun á grasi árið 1948 að undangenginni
rannsókn á sláttutíma grass. Leiddi rannsókn í ljós, að með endur-
teknum slætti og áburði milli slátta mætti fá ágætt hráefni í gras-
mjöl. Hélt þessi framleiðsla áfram í 12 sumur. Aidrei varð þó
þetta mjög mikið, oftast 20-30 smálestir á sumri og samtals á
þessum árum 320 lestir. Síðast var þetta gert árið 1960, en þá
var hætt vegna ósamkeppnishæfra véla. Þurrkararnir voru amer-
ískir og hétu „Aldrop Dreijer“. Voru það samvirk tæki og dýr
í rekstri. En upphaf grasmjölsframleiðslu var á Sámsstöðum. Nú
Goðasteinn
13