Goðasteinn - 01.09.1970, Side 17
Slegnar áburðartilraunir /955
reistur. Margir hafa unnið á Sámsstöðum vor, sumar og haust, er
síðar hafa orðið þjóðkunnir menn. Má þar á meðal nefna Pál
Sveinsson, landgræðslustjóra, Erling Davíðsson, ritstjóra á Akur-
cyri, Jóhann Jónasson, forstjóra í Reykjavík, Jón R. Hjálmars-
son, skólastjóra í Skógum, Árna Jónsson, tilraunastjóra á Akur-
cyri og núvcrandi landnámsstjóra. Hann var aðstoðarmaður minn
í tvö ár. Agnar Guðnason, ráðunautur í Reykjavík var aðstoðar-
maður í hálft annað ár. Einar Erlendsson var starfsmaður eitt
sumar og síðar aðstoðarmaður í rúmt hálft ár. Bogi Nikolásson,
mágur minn, vann á Sámsstöðum í 18 ár. Andrés Kjerulf, bóndi í
Rcykholti, var þar í rúm þrjú ár. Fjölmarga aðra mætti telja,
þótt hér skuli staðar numið. Frá 1928 til 1943 voru árlega 2-5
piltar við jarðræktarnám í sex vikur. Voru þeir víðsvegar að af
Goðasteinn
15