Goðasteinn - 01.09.1970, Page 19

Goðasteinn - 01.09.1970, Page 19
Skjólbelti Búnaðarþingsfulltrúi Búnaðarsambands Suðurlands og sat á átta Búnaðarþingum. Það fannst mér ekki sérlega skemmtilegt, en gera verður fleira en gott þykir. Þegar ég hætti sem tilraunastjóri, var ég 72 ára að aldri, og sat því raunar tveimur árum lengur en vera átti miðað við hámarks- aldur embættismanna. Hinn 12. júní 1967 yfirgaf ég Sámsstaði, svo sem fyrr sagði, en við tók af mér Kristinn Jónsson ráðu- nautur Búnaðarsambands Suðurlands. Bið ég honum blessunar í starfi og óska þess, að framtíð Tilraunastöðvarinnar megi verða heillarík og íslenzkri jarðrækt til sem mcstrar eflingar. Að lokum vil ég geta þess, að alla tíð, og þó einlcum fram til 1940, var mjög gestkvæmt á Sámsstöðum yfir sumarmánuðina. Þótt það tæki tíma og erfiði að taka á móti gestum, var það mér eigi að síður styrkur. Minnist ég margra, svo sem Niels Bohr, atómfræðingsins heimsfræga, heimskautafarans Lauge Koch og prófessors Wirtanens frá Helsingfors. Þá kom Olaf Klokk frá Godasteinn 17

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.