Goðasteinn - 01.09.1970, Side 20
Búnaðarháskólanum í Noregi og margt af innlendu fólki. Bún-
aðarþingsfulltrúar, stjórn Búnaðarfélags fslands, ritstjórar blaða
og ferðahópar víðsvegar að af landinu. Bezti ritstjórinn, sem kom,
og það alloft, var Valtýr Stefánsson, en hann var þessari starf-
semi hlynntur og mér persónulega. Árni G. Eylands og frú komu
einnig og oft voru erlcndir ferðamenn með þeim. Þá vil ég minn-
ast þess manns, er ég mat sérlega mikils vegna skilnings hans á
landbúnaði, en það var Sveinn Björnsson, forseti. Síðar kom Ás-
geir Ásgeirsson, forseti. Báðir voru þeir velviljaðir tilrauna- og
rannsóknastarfi því, sem unnið var á Sámsstöðum. Yfirleitt verð
ég að segja, að kynni mín af þeim mörgu, sem komu til að skoða
ræktun og ræktunartilraunir, hafi gefið mér þrek og þrótt til þess
að halda í horfinu eftir því, sem efni stóðu til hverju sinni.
Nú er aðalævistarfi mínu iokið og ellin tekur við. En meðan
heilsan endist, get ég ekki slitið mig frá að gera tilraunir með
ýmislegt það, sem varðar almenna jarðrækt. Þess vegna fór ég
ekki að eins og ýmsir gamlir menn að flytjast til Reykjavíkur
eftir að embættistíð minni lauk, heldur settist ég að á Kornvöllum
þar sem starfið heldur áfram, þótt minna sé en áður. Við það
uni ég bezt og vona einnig að það verði til nokkurs gagns.
„Komdu sæll frá koti Móa"
Sízt skal þess dyljast, að vísan hans Oddgeirs í Tungu mátti bet-
ur fara í meðferð Goðasteins (i. h. 1970, bls. 66). Hendingin:
„Hvað segirðu mér af föngum sjóa“ skal auðvitað vera: Hvað
fréttirðu af föngum sjóa o.s.frv. Þetta eru eigendur heftisins
beðnir að færa til betra vegar.
18
Goðasteinn