Goðasteinn - 01.09.1970, Side 21

Goðasteinn - 01.09.1970, Side 21
Árni Þ. Jónsson, Hrífunesi: Fjárleit á framandi slóðum Árið 1965 eru 6 menn úr Skaftártungu ráðnir til kindaleitar norð- ur á öræfum, milli Tungnár og Langasjós, en það er Grænifjall- garður og Tungnárfjöll allt austur að Vatnajökli. Eftirtaldir menn réðust til fararinnar: Árni Jóhannsson, Gröf, Sæmundur Björns- son Múla, Sverrir Sigurðsson Ljótarstöðum, Valur G. Oddsteins- son Úthlíð, Þórir P. Guðjónsson Hemru og Árni Þ. Jónsson Hrífu- nesi. Áðurnefnt landsvæði hafði aldrei verið smalað áður, og var því venjulega borið við, að þarna myndu aldrei stöðvast kindur vegna algers grasleysis. 1 seinni tíð var þó farið að bera á því að þarna þyrfti að framkvæma fjárleit. Það mun hafa ýtt undir og styrkt þann málstað, að hinn kunni fjallabílstjóri, Guðmundur Jónasson frá Múla var á ferð í Tungár- botnum um vorið og fann dauða kind í svonefndu Botnaveri. Brennimark var á horni kindarinnar, er gaf vísbendingu um eig- anda hennar. Lét Guðmundur vita af þessu, er hann kom til byggða, og reyndist eigandi kindarinnar Eiríkur Björnsson raf- virki í Svínadal. Kom þá í ljós, að kind þessa hafði vantað á Goðasteinn 19

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.