Goðasteinn - 01.09.1970, Side 24

Goðasteinn - 01.09.1970, Side 24
af urn stund. Hér er Skuggafjallakvísl. Tindafjall er á vinstri hönd, Ljónstindur og fleiri fjallatindar á hægri hönd. Og við nálg- umst Veðurháls. Það er eins og andrúmsloftið sé léttara, og manni verður hugsað til gamla tímans, þegar Tungumenn sóttu sér björg í bú til Fiskivatna um aldaraðir. Hér eru akreinaskipti, myndi maður segja nú. Hinn forni Fiskivatnavegur er framhjá farinn, og Grænafjallagarðsgata hin nýja er skýr. Brátt er Hellnafjall á hægri hönd, allhátt, mosagróið, með hellum hér og þar, kinda- stöðvar ákjósanlegar. Hér mun og vera akvegur til Fögrufjalla, en brátt er beygt af leið í áttina til Tungnár. Þetta er gróðurleysa hin nesta, háar sandöldur og sanddalir á milli þeirra, má segja, ekkert við að styðjast. Bifreiðaslóðir standa hér ekki við stund- inni lengur vegna sandfoks. Áfram er ekið. Jepparnir eru reyndir; nú er loks færi á að sjá, hvor betur má sín, sá brezki eða bandaríski, en ekki mátti þar á milii sjá, þrátt fyrir nóg tilhlaup og nóg svigrúm. Annars dugði ekki neitt gáttlæti; það þykknaði í lofti, og ein og ein snjófluga sást fjúka. Hér í sandauðninni sést ekki stingandi strá. Það eina, sem stingur í stúf við umhverfið, eru grjótfylitir stampar úr ryð- fríum málmi, trúlega landmælingamerki. Nú er ekið upp allmikinn bratta, og þar mun heita Breiðbakur. Þegar upp kemur má sjá agnarlítinn mosagróður. Ekki myndi vera auðvelt að rata hér um slóðir ef snjór hyldi bílaslóðina eða í nátt- myrkri og þoku. Vægast sagt: litlir möguleikar. Við keyrðum hér eftir skerjum og hæðabungum alllangan veg í bylþræsingi. Útlitið var ekki gott til leitar, en öll él birta upp um síðir. Við nálguðumst óðum leiðarenda og komum loks í nánd við jökulröndina (Vatnajökull). Hér var staðar numið, og við geng- um vestur á fjallsbrún, er kalla mætti Austurbarm. Nú stytti upp og birti í lofti. Hér er fagurt um að litast. í norðvestri blasa við Jökulheimar og Tungnárbotnar, og - líkt og það væri fyrir okkur gert - stærsti jökull Evrópu fletti af sér þokuslæðunni. Það var hvarvetna byrjað að létta til, og einmitt nú var staður og stund til að huga að kindum. Við settumst að snæðingi, faver á sinn klett til að njóta sem bezt hins stórbrotna landslags. Héðan sást vel til skála Jöklarannsóknafélagsins, og cinnig mátti greina ein- 22 Goðastevm

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.