Goðasteinn - 01.09.1970, Qupperneq 25

Goðasteinn - 01.09.1970, Qupperneq 25
hvern bílaviðbúnað, enda sást síðat um daginn til leiðangurs á skriðbílum upp hjarnbreiðuna. Ákveðið var að heimsækja veður- athuganamanninn í Jökulheimum, en Tungná kom í veg fyrir það; hún hafði vaxið það mikið, þegar á daginn leið. Nú var liðinu skipt. Fóru þrír austur að jökli og könnuðu svæð- ið þar fyrir austan, í átt að Langasjó, en hinir þrír fóru vestur með Tungná. Þá leið fórum við Sæmundur og Valur. Það leið ekki langur tími, þar til við sáum kindaför hér og þar í skrið- unum. Allálitlegt kindakropp virtist vera hér víðsvegar, enda fylgdum við kindaförum, gömlum og nýjum, nokkuð lengi. Virtust þau nýrri, eftir því sem vestar dró. Förin virtust óvenju stór, nálg- uðust að vera eins og eftir káifa, en reyndar slitna táklaufir kinda þarna óvenju mikið af sífelldu eigri um sandana við að elta stop- ulan gróður. Við fengum allgóðan veg á göngu eftir Tungnáraurunum. Þó voru þar nokkrir álar, sem við þurftum að fara yfir, og fórum við þá úr sokkum og óðum berfættir. Eftir drjúga göngu kom- um við að gili, sem gengur upp í Tungnárfjöilin, og gat þar að líta mikið af tófu- og kindaförum, þó meira af þeim fyrrnefndu. Mætti halda að tófufjölskylda hefði haldið sig þar sumarlangt. Hér er og allálitlegur staður fyrir kindur, rúmgóð klappabrík, sem halda mætti að gæfi gott skjól í flestum áttum. Hér eru líka ógrynni af kindaspörðum og ullarhærum í klettunum. Við nánari athugun kemur í ljós afkimi lengra inn undir bergið, þar scm fé hefur sjáanlega haldið sig á liðnum árum; mátti glöggt sjá þar í lögum sauðatað, gamalt og nýtt. Viðstaða okkar á þessum stað var ekki löng. Þó er þar að finna fangamörk okkar skorin með sjálfskeiðing í bergið yfir hellisopinu. Mér fannst við verða að taka vel eftir vegsummerkj- um á þessum stað, þó tími væri naumur. Ég varð nokkuð seinni í förum en félagar mínir og hafði ekki langt farið, er ég fann í lækjarsitru þrjá bringubeinsstubba samfasta, er ég taldi úr haust- lambi, svo brjóskkenndir voru þeir. Já, hér hefur víst mörg kind- in háð sitt síðasta stríð, og það þurfti ekki að efast um, hvað lágfóta hafðist hér að. Sannkallað Melrakkagil og Útigönguhellir, eins og síðar mun að vikið. Godasteinn 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.