Goðasteinn - 01.09.1970, Qupperneq 25
hvern bílaviðbúnað, enda sást síðat um daginn til leiðangurs á
skriðbílum upp hjarnbreiðuna. Ákveðið var að heimsækja veður-
athuganamanninn í Jökulheimum, en Tungná kom í veg fyrir
það; hún hafði vaxið það mikið, þegar á daginn leið.
Nú var liðinu skipt. Fóru þrír austur að jökli og könnuðu svæð-
ið þar fyrir austan, í átt að Langasjó, en hinir þrír fóru vestur
með Tungná. Þá leið fórum við Sæmundur og Valur. Það leið
ekki langur tími, þar til við sáum kindaför hér og þar í skrið-
unum. Allálitlegt kindakropp virtist vera hér víðsvegar, enda
fylgdum við kindaförum, gömlum og nýjum, nokkuð lengi. Virtust
þau nýrri, eftir því sem vestar dró. Förin virtust óvenju stór, nálg-
uðust að vera eins og eftir káifa, en reyndar slitna táklaufir kinda
þarna óvenju mikið af sífelldu eigri um sandana við að elta stop-
ulan gróður.
Við fengum allgóðan veg á göngu eftir Tungnáraurunum. Þó
voru þar nokkrir álar, sem við þurftum að fara yfir, og fórum
við þá úr sokkum og óðum berfættir. Eftir drjúga göngu kom-
um við að gili, sem gengur upp í Tungnárfjöilin, og gat þar að
líta mikið af tófu- og kindaförum, þó meira af þeim fyrrnefndu.
Mætti halda að tófufjölskylda hefði haldið sig þar sumarlangt.
Hér er og allálitlegur staður fyrir kindur, rúmgóð klappabrík,
sem halda mætti að gæfi gott skjól í flestum áttum. Hér eru líka
ógrynni af kindaspörðum og ullarhærum í klettunum. Við nánari
athugun kemur í ljós afkimi lengra inn undir bergið, þar scm fé
hefur sjáanlega haldið sig á liðnum árum; mátti glöggt sjá þar
í lögum sauðatað, gamalt og nýtt.
Viðstaða okkar á þessum stað var ekki löng. Þó er þar að
finna fangamörk okkar skorin með sjálfskeiðing í bergið yfir
hellisopinu. Mér fannst við verða að taka vel eftir vegsummerkj-
um á þessum stað, þó tími væri naumur. Ég varð nokkuð seinni í
förum en félagar mínir og hafði ekki langt farið, er ég fann í
lækjarsitru þrjá bringubeinsstubba samfasta, er ég taldi úr haust-
lambi, svo brjóskkenndir voru þeir. Já, hér hefur víst mörg kind-
in háð sitt síðasta stríð, og það þurfti ekki að efast um, hvað
lágfóta hafðist hér að. Sannkallað Melrakkagil og Útigönguhellir,
eins og síðar mun að vikið.
Godasteinn
23