Goðasteinn - 01.09.1970, Síða 32
Einar Sigurfinnsson:
Veiðiferð J ós
Það var eitt vorið, að ég var í vinnu að Söndum í Meðal.landi um
hálfsmánaðartíma. Bærinn Sandar er nú í eyði. Hann stóð á
hólma í Kúðafljóti, umluktur vötnum á allar hliðar.
Um hádegisbil einn daginn, sem var bjartur og heiður, horfði
húsbóndinn gaumgæfilega í góðan sjónauka, suður yfir vatna-
klasann. Eftir skamma stund tók hann kíkinn frá auganu og
sagði: „Við skulum skreppa fram í Fljót. Ekki voru fieiri orð um
það höfð en búizt af stað í skyndi. Selanót og fleira var látið í
bát, sem bundinn var við túnbakkann. Honum var ýtt frá landi
og róið hljóðlega suður eftir álnum.
I bátnum var húsbóndinn á Söndum, Jóhannes Guðmundsson,
þauivanur og öruggur vatnamaður, röskur og ötull, tveir drengir
um fermingaraldur og ég, sem þessar línur skrái.
Þótt hljóðlega og hægt væri róið, var gott skrið á bátnum nið-
ur eftir straumþungum álnum, og brátt sást, hvar alistórt látur
lá á þurri eyri við einn höfuðálinn, sem auðsjáanlega var mjög
djúpur. Á broti (grynningu) ofan við aðaldýpið fór ég úr bátn-
um með annan nótarhálsinn, hinir greiddu út nótina og héldu
bátnum í réttu horfi. Þegar öll nótin var komin út í vatnið,
sleppti ég endanum, sem ég fór með, en við hinn var festur dá-
lítill kútur. Nótin barst hægt og hægt undan straumnum niður
hyldjúpa forina, þar sem selurinn var að sveima og virtist ótta-
laus; hefir talið sig öruggan í þessu djúpa vatni, þó menn væru
30
Goðasteinn