Goðasteinn - 01.09.1970, Side 39

Goðasteinn - 01.09.1970, Side 39
mcð fjárhópinn heimleiðis. Milli Hala og Sléttaleitis var húsið, sem sauðirnir mínir voru við á vetrum, stutt frá veginum uppi í brekkunni. Þegar kom móts við húsið, voru pésarnir fljótir að taka strikið af veginum upp að húsinu. Við létum þá ráða og lofuðum öllum hópnum á eftir þeim. Við húsið lá allt féð yfir nóttina. Meðan öll vötn voru óbrúuð í Austur-Skaftafellssýslu, var oft erfitt með fjárrekstra á slátrunarstað, Höfn í Hornafirði; mörg vatnsföll á þessari leið og vatnsmikil, sem Suðursveitungar þurftu að sækja yfir með fé sitt. Oft voru haustin rigningasöm, sem leiddi til mikils vatnavaxtar og þá meiri erfiðleika að koma fé yfir þau. Sauðurinn, sem ég hef minnzt á, hét Brekkuhvítur. Haustið, sem hann var rekinn til slátrunar (þá sex vetra) ásamt fleira fé, var óvenju rigningasamt, svo varla kom þurr dagur. Voru því öll vötn í fullum vexti, þegar farið var með féð til slátrunar. Það var Brekkuhvítur, sem bjargaði rekstrinum yfir vötnin að þessu sinni. Hann þræddi yfir, þar scm grynnst var eða setti sig í strenginn, þar sem mjóst var, á bullandi sund. En áfram komst hópurinn með góðu móti með hans forystu. Þegar á Höfn kom, ráðgerðum við ferðafélagar að sleppa Brekkuhvít, hann myndi skila sér heim, gott myndi að eiga hann til forystu næsta haust. Af þessu varð þó ekki. Fallið af honum vigtaði 32 kg, sem þótti gott sauðarfall í þá tíð. Næsta haust var það bróðir Brekkuhvíts, sem hafði forystuna fyrir fjárhópnum, þegar rekið var til slátr- unar, og reyndist hið bezta, þá fimm vetra. Þá hef ég í stuttu máli lokið við að segja frá mæðgunum þremur. Eg hef rifjað þessa frásögn upp mér til dægrastyttingar, af því mér eru þessar kindur svo minnisstæðar frá æskuárum. Goðasteinn 37

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.