Goðasteinn - 01.09.1970, Side 40
Anna Vigfúsdóttir frá Brúnum:
Sigurður
á Brúnum
Sigurður Vigfússon var fæddur 4. 11. 1887 á Brúnum undir
Eyjafjöllum. Foreldrar Vigfús bóndi Bergsteinsson og kona hans
Valgerður Sigurðardóttir. Börn þeirra 4, auk þess 2 fósturbörn.
Sigurður átti ekki kost á skólagöngu en var snemma bókhneigð-
ur og naut nokkurrar heimakennslu um og innan fermingaraldurs
hjá Jóni Sveinbjarnarsyni, prests í Holti, Guðmundssonar, þá
bónda á Ásólfsskála. Hann var síðar sýsluskrifari Rang. um nokk-
ur ár. Jón þótti ágætur kennari, rithönd hans var sérlega fögur.
Hann var stórfróður um margt, fjör hans og fyndni var yndi
hvers nemanda. Hann starfaði að umgangskennslu í sveit sinni,
áður en skipulag komst á fræðslumál, og varð mörgum drjúgt úr
þeirri tilsögn.
Jón hafði lært undir latínuskólann en hvarf frá skólagöngu, var
fluggáfaður og áhugasamur mjög um fræðslumál.
Sigurður hafði einnig tilsögn og hvatningu til lesturs hjá föður
sínum, sem var bókelskur og hafði eftir föngum aflað sér þekk-
ingar, átti nokkurt safn góðra bóka; keypti einkum fræðibækur
og tímarit og blöð, sem út komu.
Vigfús hafði á ungum aldri ásett sér að nota hvorki áfengi né
tóbak og verja til bókakaupa því fé, er annars færi fyrir þá mun-
aðarvöru. En skólaganga hans sjálfs var aðeins mánaðardvöl eft-
38
Goðasteinn