Goðasteinn - 01.09.1970, Side 45
fyrirlestra. Má þar ncfna fyrstan Guðmund Hjaltason, kennara,
cinnig Andrés Eyjólfsson, síðar bónda í Síðumúla og Bjarna Ás-
geirsson frá Knarrarnesi, síðar ráðherra - og fleiri voru þeir,
er sóttu Drífanda heim.
Eftir að sr. Jakob Ó. Lárusson kom að Holti, flutti hann
stundum erindi á samkomum félagsins. Voru haldnar almennar
samkomur, er þessir menn komu, svo fleiri en félagsmenn ættu
kost á að heyra crindi þeirra, og var oft fjölmennt. Söngur var
jafnan á samkomum félagsins og fundum og eignaðist félagið
orgel snemma á starfsárum sínum. Oft stjórnaði Sigurður almenn-
um söng, þar sem hann var staddur á mannfundum.
Merkasta málefni, sem nafn Umf. Drífanda er tengt við, er
tvímælalaust, að það gekkst fyrir byggingu fyrstu fyrirhleðslu við
Markarfljót vorið 1910 - garðsins við Seljalandsmúla. En á hverj-
um vetri hljóp Fljótið upp, er það bólgnaði af frostum, flæddi
um sléttlendið austur með Fjöllunum og olli tjóni og samgöngu-
crfiðleikum. Sú missögn hefur sézt á prenti að fyrsta fyrirhleðsl-
an væri gerð 1912. En félagið hafði forgöngu um varnirnar, þannig
að safna loforðum hjá bændum sveitarinnar um gjafavinnu til
verksins. Námu þau loforð yfir 600 dagsverkum, og auk þess
lögðu félagsmenn sjálfir fram eitt hundrað gjafadagsverk - einn-
ig lögðu eigendur jarða á hættusvæðinu nokkuð fram. Fékkst þá
aðstoð frá hinu opinbera og verkið var hafið.
Upphafsmaður að þessu framtaki Umf. Drífanda var Vigfús
Bergsteinsson, bóndi á Brúnum, þáverandi hreppstjóri V-Eyja-
fjallahrepps, scm bar fram á fundi félagsins 31. okt. 1909 tillögu
um að félagið beitti sér á þennan hátt fyrir miklu og aðkall-
andi nauðsynjamáli sveitarinnar. En hann hafði áður fyrir hönd
sveitarstjórnar leitað til Búnaðarfélags fslands um aðstoð í þessu
máli, en það var vanmegna sökum fjárskorts og sá sér ekki fært
að veita liðsinni.
Eftir að þessi fundarsamþykkt var gerð með einróma fylgi
fundarmanna, fór sendimaður frá félaginu um sveitina og safn-
aði vinnuloforðum hjá bændum sem áður segir. Sá maður var
Hannes Sigurðsson frá Seljalandi, nú á níræðisaldri (1969), dvel-
ur í Vestmannaeyjum.
Godasteinn
43