Goðasteinn - 01.09.1970, Qupperneq 47
Búnaðarfélags Merkurbæja frá 1924, formaður fræðslunefndar
V-Eyjafjalla frá 1931, yfirskattanefndarmaður Rang. frá 1928, í
yfirkjörstjórn Rang. frá 1935.
Hann var í fyrstu stjórn Vatnafélags Rang. Rak bóksölu frá
1911 fram undir 1930. Á vetrum kenndi hann nokkrum unglingum
á heimili sínu orgelleik og tungumál (dönsku og þýzku). Hann
hafði yndi af að kenna og laðaði að sér unglinga, sem kynntust
honum. Sigurður átti nokkurt ljóðasafn í handriti og birti stund-
um á prenti. Hann skrifaði talsvert í tímarit og blöð (Skinfaxa,
Lögréttu, Suðurland, Tímann). Þau hjón, Björg og Sigurður, eiga
ljóð í safninu „Ljóð Rangæinga“ (Goðasteinsútg. Skógum ’68).
Er stofnað var árið 1919 Kf. Eyfellinga, var Sigurður kosinn
í stjórn þess ásamt Sr. Jakobi Ó. Lárussyni í Holti, sem var for-
maður, og Sigurði oddvita Ólafssyni á Núpi. En er starfssvæðið
var fært út og stofnað Kf. Hallgeirseyjar með deildum í fleiri
sveitum sýslunnar, var Sigurður í þeirri stjórn og var svo fram-
vegis, er Kaupfélagið flutti starfsemi sína í Hvolsvöll (nú Kf.
Rang.) Hann vann við Kf. Hallg. veturna i92o-’2i og i92i-’22 og
síðar í Hvolsvelli á hverjum vetri tíma og tíma. Hann var glögg-
ur reikningsmaður, hafði góða rithönd og var fljótvirkur skrif-
ari.
Fyrri hluta vetrar 1936 var Sigurður sem oftar í Hvolsvelli að
starfi við Kaupfélagið. Hann veiktist þá af ofkælingu og fékk
ákafa lungnabólgu. Var konu hans gert viðvart, sem kom þegar
og annaðist hann ásamt héraðslækni, unz yfir lauk. Hann lézt
15. des. og var jarðsunginn að Stóra-Dalskirkju daginn fyrir Þor-
láksmessu.
Börn þeirra, þrjú, voru þá 11 ára, 9 ára og á þriðja ári. Þau
eru Jón, starfsmaður við Búnaðarbankann í Reykjavík, kv. Helgu
Helgadóttur, Vigfús, smiður á Hellu á Rangárvöllum, ókv. og
Guðrún húsfreyja í Hólmahjáleigu, Landeyjum, gift Hjalta Bjarna-
syni.
Ekkja Sigurðar hélt áfram búskap á Brúnum, en giftist 1939
Sigmundi Þorgilssyni skólastjóra. Þau bjuggu á Ásólfsskála frá
1940, en fluttust að Hellu 1964. Sigmundur lézt 1968. Börn þeirra
Goðasteinn
45