Goðasteinn - 01.09.1970, Page 48
tvö, Halldóra Ingibjörg og Sigurður, eru bæði búsett á Hellu
(1969).
Hér eru rakin atriði úr sögu eins hinna mörgu óskólagengnu
alþýðumanna, sem með ástundun öfluðu sér fróðleiks.
Ég skal vitna til Jónasar Jónssonar frá Hriflu („Aldir og augna-
blik“ P.O.B. Akureyri 1964): „Ég minntist þess, hvernig skóla-
lausu börnin í sveitinni höfðu aflað sér nokkurrar þekkingar í
sögu með því að fá lánaðar til lestrar sögur og sögubrot. Þekk-
ing þeirra varð ekki samfelld með þessum hætti, cn hún varð líf-
ræn, það sem hún náði, og marga af þessum unglingum langaði
til að heyra meira síðar á ævinni. . .“
Mér kemur í hug það hlutverk, sem lestrarfélögin í sveitun-
um hafa gegnt, samhliða bókasöfnum á einstökum heimilum, í
því að svala lestrarþorsta unglinganna. Þó í þeim söfnum væri
ekki allt úrvals bækur, þá var þar að finna gersemar bókmennt-
anna, fornsögurnar. Sú „íslenzkukennsla" var engan veginn fá-
nýt.
Sigurður Vigfússon skipaði sér í sveit þeirra æskumanna, sem
höfðu að kjörorði: „Islandi allt“ - þar sem bindindi og þjóð-
rækni voru meginatriði - og gátu tekið sér í munn orð Þorsteins
Erlingssonar í aldamótaljóði til ættjarðarinnar:
„Fram á tímanna kvöld
raðist öld eftir öld
gamla íslands, sem tindrandi stjörnur í krónuna þína.“
Minningaþættir Önnu Vigfúsdóttur frá Brúnum um sr. Jakob Ó.
Lárusson (Goðasteinn, 1. h. 1970) og Sigurð Vigfússon á Brúnum
eru samdir að beiðni Jóns R. Hjálmarssonar í aðföngum að 50
ára afmælisriti Kf. Rangæinga. Þættirnir eru birtir hér með leyfi
höfundar, og kann Goðasteinn honum beztu þakkir fyrir.
46
Goðasteinn