Goðasteinn - 01.09.1970, Síða 50

Goðasteinn - 01.09.1970, Síða 50
ræði, ef þú vilt þau af mér þiggja.“ Ungmennið kvað já við, og hóf þá hinn aldurhnigni maður mál sitt á þessa leið: „Hið fyrsta heilræði, sem ég vil gefa þér, er þannig: Vertu staðfastur í trúnni á drottin guð þinn, og ræk þú vel hans boðorð. Þá mun þér vel vegna. Annað: Vertu hófsamur í öllum hlutum, og varastu allan mun- að, en umfram allt: neyttu ekki áfengra drykkja. Þriðja: Varastu slæman félagsskap, því hver, sem leggur lag sitt við slarkara og óhófsmenn, á það á hættu að lenda í sömu löstum sjálfur. Fjórða: Kostaðu kapps um að þekkja sjálfan þig, því hver, sem ekki þekkir sjálfan sig, getur fallið fyrr en hann varir. Fimmta: Vertu trúr hugsjón þinni og sjálfum þér, því hver, sem stefnir ávallt að settu marki og lætur ei bugast, þótt móti blási, hann mun sigri ná, en hinn, sem lætur berast með straumn- um, hvarflar frá einu til annars, hann verður aldrei annað en leiksoppur heimsins. Fleiri heilræði gef ég þér ekki, en nú vil ég sýna þér braut þá, sem þú átt að ganga. Hún er erfið og á henni margar torfærur, en þú munt yfirstíga þær allar, ef þú heldur heilræði mín.“ Þótti ung- lingnum maðurinn þá benda í austur, og þar sá hann óförnu braut- ina liggja, um hæðir og hálsa, kletta og klungur, en við enda hennar sá hann hátt fjall. Vissi hann, að brautin væri á enda runnin og fullum sigri náð, þegar hann kæmist á hæsta tind fjalls- ins. Þegar æskumaðurinn sá þetta, fann hann til sterkrar löngunar að komast að þessu takmarki og þóttist leggja út á brautina. Eigi hafði hann iengi gengið, þegar hann mætti mönnum, sem heilsuðu honum og spurðu, hvert ferð hans væri heitið. Hann sagði hið sanna. Virtust þeir verða áhyggjufullir við svar hans og sögðu: „Þessi braut er erfið og ófarandi. Við höfum reynt það og þótti ekki svara kostnaði að slíta þannig kröftunum við að klungfast þessa grýttu leið og fara þannig á mis við allan hinn glaðværa glaum heimsins, sem réttir út arma sína móti oss, en á brautinni er ekkert að finna nema örðugleika samfara hættum. Fylg því oss að höndla hamingjuna, og hættu að hugsa um þessa vitleysu, 48 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.