Goðasteinn - 01.09.1970, Side 52

Goðasteinn - 01.09.1970, Side 52
Guðlaugur E. Einarsson frá Arnkötlustöðum: Minning Jóns frá Marteinstungu Jón Ágúst Kristjánsson, fæddur að Marteinstungu í Holtum 9. ágúst 1879, sonur Kristjáns Jónssonar bónda þar og konu hans, Ólafar Sigurðardóttur frá Barkarstöðum. Jón dvaldi um skeið i Ameríku og tók þá upp nafnið A. J. Johnson. Var lengi banka- féhirðir í Reykjavík. Hafði mikinn áhuga á sögulegum fróðleik og skrifaði margt um þau efni. Tónskáld. Hefur m. a. gefið Rang- æingum lag við héraðssöng þeirra: „Inn í faðminn fjalla þinna.“ Dó í Reykjavík n. nóv. 1949. Ljóðið er kveðja frá systur hans, Kristínu, er var kona höfundarins. Sá ég þig, bróðir, sjónum hverfa bak við tjaldið bláa. Vona þó, að við aftur sjáumst uppi í heiðinu háa. Man ég þig barn við móðurkné fingrum fimlega draga upphafsstafina A, B, C. Bjart var skin bernskudaga. 50 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.