Goðasteinn - 01.09.1970, Side 54

Goðasteinn - 01.09.1970, Side 54
Sá ég þig síðast sjúkan á beði, horfinn var hyr úr augum. En innra með þér bjó æðri gleði, til upphæða renndir sjónbaugum. Sá ég þig, bróðir, sjónum hverfa bak við tjaldið bláa. Vona þó sömu arfleifð erfa uppi í heiðinu háa. Berðu kveðju kærum föður og mætri okkar móður. Segðu, að ég þrái þau að sjá, þá úti er lífsins óður. Leiðrétting Björn frá Rauðnefsstöðum skrifar Goðasteini 16. ágúst 1970: „Um fjallferðargrein mína í síðasta hefti er það að segja, að flest er þar rétt, nema ein afleit prentvilla: „Eg fór fyrir norðan Ofanhöfða" á að vera Ófœruhöfða. Þetta nafn er dregið af því, að sunnan í þessu fjalli, sem ekki er mjög langt, er margra mannhæða hár hamar með öllu ókleifur og kallað Ófæra. Þessi höfði er vestan við Hvanngil að norðanverðu, en Hvanngil er í rauninni dalur, nema nyrzt er stutt en djúpt hamragil, og má vera, að þar hafi verið eða sé alltaf hvönn. Austan við þennan dal eru Hvanngils- hnausar, mjög háir og tindóttir, en sunnan við Hvanngil er kvísl, sem sumir nútímamenn kalla Emstruá, en það er algjör vitleysa, því hún heitir Hnausakvísl en upphaflega Kaldaklofskvísl. Ófæru- höfði er alveg gróðurlaus að austan, aðeins skriður neðan við ókleifa hamra. Vestanmcgin eru aðallega mosatungur upp að hamrabeltum, einnig ófærum. Verður ekki komizt upp á höfðann nema á einum stað að norðan.“ 52 Goðastelnn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.