Goðasteinn - 01.09.1970, Page 57

Goðasteinn - 01.09.1970, Page 57
Augu mín þig upp á sjái, eyru mín þig heyri nú, tungan um þig talað fái, tilfinningin mín sért þú, hendur mínar þreyfi á þér, þín til stefni fæturner, hjartans um þig hugsun vaki, hjá þér sálin bústað taki. Geymdu mig frá grandi öllu, geymdu mig frá bráðum deyð, geymdu mig frá glæpaföllum, geymdu mig frá vítis neyð. Gef mér, Herra, góðan dag, gef mér lukku fríðan hag, gef mér hjartans gleði sanna, gef mér sælu himnaranna. Lofi þig allt hvað lifir og hrærist, lofi þig himinn, jörð og sjór, lofa skal þig, meðan lífs ég bærist, lofi þig engla fríður kór, lof þitt sál mín láti í té, lofi þig hver minn blódrope, lofgjörð sé þér lögð og samin lofs með dýrri hrósun. Amen. Heyrðu nú bezti hjartans faðir, hvers þín barnkind hefur beitt, Jesús, þér að þakka það er, þessi bón ef verður veitt. Andinn helgi efalaust er minn talsmann, von og traust. Æ, að þú vildir ósk þá gera. Amen, já, það skal svo vera. Godasteinn 5

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.